Fréttir: maí 2021

Doktorsvörn í fornleifafræði: Joe Wallace Walser III - 21.5.2021

Fimmtudaginn 20. maí fór fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Joe Wallace Walser III, sérfræðingur í Þjóðminjasafni, varði þar doktorsritgerð sína í fornleifafræði, Hidden dangers? An investigation of volcanic and environmental impacts on human health and life in historical Iceland. Joe lauk BA-prófi í mannfræði við Temple University í Philadelphiu og MSc-prófi í fornmeinafræði við Durham University í Bretlandi. Við óskum Joe innilega til hamingju með árangurinn.

Lesa meira