Fréttir

Sérfræðingur í miðlun menningarsögu

24.9.2021

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í miðlun menningarsögu. Leitað er eftir öflugum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á menningarsögu, miðlun, ritstjórn og textavinnu.

Í boði er nýtt og áhugavert starf á kjarnasviði safneignar þar sem hópur sérfræðinga vinnur að faglegu safnastarfi og þjóðminjavörslu, þ.e. söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum og miðlun safneignar (myndir, munir, þjóðhættir og hús). Aðalstarfsstöð viðkomandi starfsmanns er á Tjarnarvöllum 11 í Hafnarfirði. 

Helstu verkefni eru:

· Þátttaka í gerð grunn- og sérsýninga og ritun sýningatexta

· Umsjón með og/eða ritun texta í útgáfum á vegum safnsins

· Ritun texta fyrir stafræna miðlun

· Önnur verkefni tengd miðlun safnkostsins

· Önnur textavinnsla t.d. vegna styrkumsókna

· Þátttaka í öðrum verkefnum kjarnasviðs safneignar

Menntunar og hæfiskröfur:

· Háskólapróf (BA/BS) sem nýtist í starfi

· Reynsla af textavinnu nauðsynleg

· Reynsla af safnastarfi æskileg

· Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli

· Góð almenn tölvufærni

· Skipulagshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót

· Frumkvæði, nákvæmni og metnaður í starfi

Sótt er um starfið hér.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2021. Umsókn skulu fylgja yfirlit og greinargóðar upplýsingar um störf umsækjenda og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Ágústa Kristófersdóttir framkvæmdastjóri safneignar í s. 620-7744 eða á netfangið: agusta@thjodminjasafn.is og Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri í s. 864-6186 eða á netfangið hildur@thjodminjasafn.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.