Þjóðbúningadagur

Þjóðbúningadagur

Upphlutur, peysuföt, skautbúningur, faldbúningur...

Þjóðbúningadagur Þjóðminjasafns Íslands hefur undanfarin ár verið haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í samvinnu við Þjóðbúningaráð og Heimilisiðnaðarfélag Íslands.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér íslenska þjóðbúninginn og fyrir þá sem eiga hann til að klæðast honum. Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem mæta á safnið á þjóðbúningi og er fólk af erlendum uppruna sérstaklega hvatt til að mæta á þjóðbúning síns heimalands.