Jólatrjáasýning og jólaföndur í Safnahúsinu 1.12.2019 13:00 - 15:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Við tökum fagnandi á móti aðventunni í Safnahúsinu en sunnudaginn 1. desember opnum við sýningu í gamla lestrarsalnum á jólatrjám úr safneign Þjóðminjasafns Íslands. Kl. 13 til 15 er jóla-listasmiðja fyrir börn og fjölskyldur þar sem við sækjum okkur innblástur í jólatrén á sýningunni.

 

Pottaskefill 16.12.2019 11:00 - 11:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

16. desember má búast við Pottaskefli í heimsókn. Hann heitir líka Pottasleikir því í gamla daga sat hann um að komast í matarpotta sem ekki var búið að þvo og sleikti skófirnar innan úr þeim.

 

Hurðaskellir 18.12.2019 11:00 - 11:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hurðaskellir kemur í Þjóðminjasafnið 18. desember klukkan 11. Hann gekk alltaf skelfing harkalega um og skellti hurðum svo fólk hafði varla svefnfrið. Hann á það enn til að skella hurðum og gerir það alltaf þegar hann heimsækir Þjóðminjasafnið. Aðgöngumiði í safnið gildir. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði.

 
Christmas in iceland

The Icelandic Yule 21.12.2019 12:00 - 13:00 National Museum of Iceland Suðurgata 41

An illustrated presentation in English reviewing the beliefs and traditions of Icelandic Christmas past and present, from pagan gods to practical joking Christmas Lads. National Museum of Iceland Desember 21, 12 pm

Presenter: Terry Gunnell. Head of Folkloristics at the University of Iceland