Viðburðir framundan

Bein útsending frá jólaskemmtun Þjóðminjasafnsins

  • 6.12.2020, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Heimsókn jólasveinafjölskyldunnar á Þjóðminjasafnið er orðin fastur liður í aðventudagskrá safnsins. Tröllahjónin Grýla og Leppalúði eru vön að kíkja í heimsókn nokkrum dögum áður en synir þeirra, jólasveinarnir koma til byggða og hitta börnin. Vegna sérstakra aðstæðna þessi jól verða viðburðirnir í beinni útsendingu frá YouTube rás safnsins.

Gömlu íslensku jólasveinarnir heimsækja Þjóðminjasafnið, einn á dag, síðustu þrettán dagana fyrir jól. Á jólasíðu safnsins er hægt að sjá nánari upplýsingar um hvern jólasvein, ásamt ýmsum öðrum fróðleik.