Litabækur - Lífið í þjóðveldisbæ

Skál í kornöli! Orðið korn merkir bygg í fornum heimildum,
en það var ræktað hér framan af öldum. Bygg var þurrkað, þreskt og malað og
gerðar úr því ósýrðar flatkökur, grautur, eða það var notað til að brugga
kornöl, mungát, sem var veisludrykkur á þeim tíma sem Stöng var í byggð.
Mynd 4 af 7