Annars konar kórónur - Annars konar kórónur

Eins konar kórónur á endum krókarefskeflis. Slík kefli eru í raun þráðarkefli, þ.e. kefli sem þráðum var undið upp á, en fólk hefur auðveldlega átt bágt með að skilja notkun þessara gripa og t.a.m. haldið að þau væru barnahringlur. Krókarefskefli eru oft mikil listasmíð. Þau eru skorin út úr einni spýtu. Endar þessa keflis eru gagnskornir og í holi milli rima eru tegldar smákúlur sem leika lausar og hringla til þegar keflið er hreyft. Þá eru lykkjur á endunum og þar í leika hnappar skreyttir kórónunum. Þetta sérstaka nafn, krókarefskefli, hafa þau af því að sagt er að Króka-Refur, sem Krókarefssaga er um, hafi fyrstur tálgað slík kefli. Keflið er íklega frá 19. öld.

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=338866
Mynd 23 af 32