Stofa - Drasl eða dýrgripir / Trash or Treasure

Íslenskar umbúðir sem Andrés Johnson rakari og safnari í Ásbúð í Hafnarfirði hirti. Án hans áhuga á hönnun væri þessi gripaheild ekki til. Sælgæti, tóbak, bón, happdrættismiðar, skömmtunarseðlar og fleira frá því um 1930-60. // Icelandic packaging collected by the barber, Andrés Johnson, in the town of Hafnarfjörður. Had he not been interested in graphic design, this assemblage would not exist. It includes sweets, tobacco, polish, lottery tickets, ration cards and more from around 1930-60.

  • Drasl eða dýrgripir

    Safnar einhver sem þú þekkir dóti sem aðrir henda? Hvaða litur er mest notaður í hönnun á þessum árum? Eru einhver einkenni við hönnunina sem þér finnst vera enn ríkjandi? Hvaða stafagerð finnst þér flottust? Sérðu umbúðir utan um eitthvað sem er enn þá til í búðum í dag? Hvort eru þessar umbúðir drasl eða dýrgripir í þínum augum? // Does anyone you know own a collection of something others would consider trash? What color is most used in design these years? Are there any features of the design that you feel are still prevalent? Which typeface is your favorite? Do you recognize some of the merchandise on display? Do you consider these wrappers to be a bunch of Trash or Treasure?