Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • 2-Februar-Leirkanna-1885-1
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Leirkanna og leirkersbrot

FEBRÚAR 2021

31.1.2021

Þjms. 2003-64-2066

Þjms. 1885/1881-20

Leirkersbrot eru einn algengasti gripaflokkur sem finnst í fornleifarannsóknum. Rannsóknir á leirkersbrotum geta nýst til aldursgreininga og gefið upplýsingar um samfélagsstöðu og verslunarhætti. Gripur febrúarmánaðar er raunar tveir gripir, leirkersbrot (Þjms. 2003-64-2066) og kanna (Þjms. 1885), hvort tveggja úr steinleir, af gerðinni Westerwald. Leirkersbrotið er frá Skálholti og fannst við fornleifauppgröft árið 2003. Kannan er talin vera frá Höskuldsstöðum á Skagaströnd og hefur sennilega verið höfð undir skírnarvatn í kirkju staðarins, en í eignaskrá hennar frá því um 1800 er talað um skírnarvatnsflösku með tinloki. 2-Februar-Leirkanna-2
Talið er að kannan sé frá 17. öld og að hún sé framleidd í bænum Nassau í Rínarhéraði í Þýskalandi.

Kannan er úr ljósgráum leir, með blágráum saltglerungi bæði að utan og innan.
Hún er 22 cm á hæð, þvermál botns er 8.8 cm, þvermál ops er 7.8 cm en sjálf bumban er 15.9 cm í þvermál. Kannan er með upphleyptum bláum blómum og dökkvínrauðum lit á milli.
Framan á hnattlaga belgnum er skjaldamerki á átthyrndum fleti og blöð umhverfis. Allur belgurinn er með blómaskrauti sem tengist með akantusblöðum. Á könnuna vantar tinlokið og handarhaldið er jafnframt að mestu brotið af.

SKH03-2066-4-002-Leirkersbrotið frá Skálholti er úr samskonar leirblöndu og kannan og með sama blágráa saltglerungnum að utan og innan. Skreytingin á brotinu eru hringir með hringjum inni í. Ystu hringirnir eru skornir í leirinn en þegar nær dregur miðju eru hringirnir upphleyptir. Í miðjunni er upphleypt bóla með rákum í kring. Ysti hringurinn er grár, sá næsti er með vínrauðum tóni í og innst er liturinn aftur nær þeim gráa. Umhverfis hringina er kóbaltblár glerungur, sem er aðaleinkenni Westerwald leirkera. Leirkersbrot af gerðinni Westerwald hafa fundist víða hér á landi í fornleifauppgröftum, til dæmis í Skálholti, í Viðey og á Bessastöðum. Leirkersbrotið frá Skálholti gæti verið frá síðari hluta 17. aldar eða byrjun þeirrar 18. og er sennilega úr könnu sem hefur verið svipuð að lögun og fyrrnefnd leirkanna.

Undir lok 16. aldar fór að bera á verslunarumsvifum Þjóðverja á Íslandi sem varð til þess að þeir hröktu Englendinga á brott og urðu nær einráðir um verslun hér á landi þar til einokunarverslun Dana var komið á árið 1602. Þrátt fyrir einokun Dana þá átti sér stað launverslun við aðrar þjóðir, eins og Þjóðverja og Hollendinga, og til eru heimildir um að af þeim hafi landsmenn keypt brennivín og annan varning, til að mynda leirkönnur. Hins vegar, þar sem innflutningur á leirkerum til Íslands varð ekki algengur fyrr en á seinni hluta 18. aldar, má segja að leirkönnur sem þessar hafi verið merki um velmegun og háa stöðu í samfélaginu.

Westerwald steinleir hefur verið framleiddur á svæðum Grenzau, Höhr og Grenzhausen í Rínarhéraði í Þýskalandi allt frá 15. öld en dreifðist ekki út til annarra svæða fyrr en seint á 16. öld. Aðallega voru framleiddar drykkjarkönnur, krúsir og síðar næturgögn, sem farið var að framleiða um miðja 18. öld. Leirkerin frá Westerwald eru þekktust fyrir kóbaltbláa skrautmynstrið og grábláa saltglerunginn sem þekur allt leirkerið. Um miðbik 17. aldar breyttist skrautið á Westerwald leirkerunum eilítið og þá fór að bera á rósamynstri og streymandi laufskrúði. Árið 1665 bættist í litaflóruna hjá þeim þegar farið var að nota fjólubláan lit með þeim bláa. Westerwald leirkerin eru þau útbreiddustu af þýska steinleirnum og hafa fundist um nær alla Evrópu, í Ameríku og jafnvel í Afríku.

Sigríður Þorgeirsdóttir

Heimildir:
Björn Þorsteinsson & Guðrún Ása Grímsdóttir. (1990). ,,Enska Öldin.“ Saga Íslands V. Sigurður Líndal (ritstjóri). Reykjavík: Hið íslenzka bókmentafélag, Sögufélag.

Gísli Gunnarsson. (1997). Upp er boðið Ísland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787. Reykjavík: Örn og Örlygur.

Guðrún Sveinbjarnardóttir. (1996). Leirker á Íslandi. Reykjavík: Rit Hins íslenska fornleifafélags og Þjóðminjasafns Íslands.

Sarpur: https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=315543

Sigríður Þorgeirsdóttir. (2010). Rannsókn á leirkerum frá Aðalstræti og Bessastöðum (óútgefin meistararitgerð). Reykjavík: Háskóli Íslands. http://hdl.handle.net/1946/4377


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica