Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar -

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Nagli? frá Fornaseli við Straumsvík
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Nagli? frá Fornaseli við Straumsvík

OKTÓBER 2018

1.10.2018

2000-39-10-7

Þjóðminjasafn Íslands tekur á móti og varðveitir alla þá gripi sem koma upp úr fornleifauppgröftum á Íslandi, en á meðal þeirra eru ýmsir skemmtilegir hlutir sem láta þó ekki alltaf mikið yfir sér. Aðeins lítill hluti þeirra fer nokkurn tímann á sýningu enda er safnið mjög stórt og fer stöðugt stækkandi. Gripur mánaðarins að þessu sinni er einn af þessum gripum sem fannst við fornleifauppgröft í Straumsvík í Hafnarfirði og er varðveittur í forngripageymslu safnsins. Gripur sá er lítill og við fyrstu sýn óásjálegur ryðköggull sem var talin vera ryðgaður nagli, þar til á þessu ári þegar tekin var röntgenmynd af honum sem leiddi annað í ljós. Gripurinn kemur úr fornleifarannsókn á Fornaseli í Straumsvík í Hafnarfirði.

Forsaga verkefnisins í Fornaseli er samvinna Fornleifafræðistofunar og Umhverfis- og útivistarfélags Hafnarfjarðar við rannsóknir á fornleifum í nágrenni Hafnarfjarðar. Gerð var frum-fornleifaskráning í Hraununum árið 1998 og prufuholugröftur í Jónsbúð við Straumsvík árið 1999. Í framhaldi af því voru grafnar prufuholur í seljaþyrpinguna Fornasel árið 2000. Tilgangur rannsóknarinnar var að freista þess að ná viðarkolum eða húsdýrabeinum til aldursgreiningar með geislakolsmælingum. Við rannsóknina fundust einnig nokkrir gripir og er hægt að skoða þá nánar í Sarpi hér.  
Eitt viðarkolasýni úr birki var sent til geislakolsgreiningar og var niðurstaðan sú að sýnið var frá árunum 1550 – 1630 og er selið því líklega frá því um 1600 og við rannsóknina kom í ljós að það hefur verið í notkun fram á 19. öld.

Nagli? frá Fornaseli við Straumsvík - röntgenmynd

Í nýju rannsóknar- og varðveislusetri Þjóðminjasafns að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði er gjörbreytt vinnuaðstaða til forvörslu. Ein mesta breytingin er að nú er aðstaða til röntgenmyndatöku á gripum. Röntgenmyndataka er mikilvæg fyrir forvörslu málmgripa til að greina umfang tæringar á gripnum, auk þess geta járngripir verið svo ryðbólgnir að þeir eru óþekkjanlegir að lögun. Hingað til hafa forverðir safnsins þurft að leita til læknastofnana til að fá að taka röntgenmyndir. Það samstarf gekk vel en olli þó miklu álagi á gripina og varð til þess að takmarka varð mjög fjölda þeirra gripa sem voru myndaðir. Það er því mikill hagur að hafa röntgentæki á staðnum og auðveldara að röntgenmynda mun fleiri gripi en áður var gert. Gripurinn frá Fornaseli er einmitt dæmi um grip sem hefði ekki verið röntgenmyndaður við fyrri aðstæður.

Nagli? frá Fornaseli við Straumsvík 2
Við prófanir á röntgentækinu voru teknar myndir af ýmsum áhugaverðum gripum og meðal þeirra var þessi gripur sem skráður var sem nagli en grunur lék á að um lykil væri að ræða.  Kom þá í ljós þessi fíni lykill og er hann gott dæmi um það hversu mikilvægar slíkar myndatökur eru og hvað leynist undir ryðinu. Lykillinn er ekki stór en hann er 3,9 sm langur og með hring sem er með hálfmánalögun. Hringnum hefur verið stungið í legg lykilsins og virðist leggurinn vera holur að innan. Skeggið sést ekki vel á röntgenmyndinni en þó er hægt að greina lítilega form þess. Ekkert af þessu var hægt að sjá greinilega á yfirborði lykilsins. Stærð hans bendir til þess að hann gæti verið af litlum hengilás eða kistli.

Hrönn Konráðsdóttir

 Heimildir:

Bjarni F. Einarsson. 2001. Fornasel: Prufuholugröftur í seljarústir suður af Straumsvík. Fornleifafræðistofan. Skýrsla.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica