Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Kentár traktor
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Upprisa kentársins

SEPTEMBER 2018

1.9.2018

Það kveður við nýjan tón í umfjöllun um grip septembermánaðar (Þjms. T 1996-126 og 127). Meðfylgjandi grein Kristjáns Bjartmarssonar segir frá dæmi um framsækna leið til þess að koma gripum frá seinustu öld í gangfært stand. Safnið bjargaði hlutum af og úr Centaurvélum en hafði ekki tök á að gera þá gangfæra. Árangur Kristjáns við að koma tækniminjum í gagnið skarar fram úr. Verk hans er mikilvægur liður í verkefni Þjóðminjasafni Íslands að koma tækniminjum til safna þar sem þær eiga best heima eða í hendur þeirra sem kunna með þær að fara.
Ljósmyndari myndarinnar er Tjörvi Bjarnason á Bændablaðinu.
/ LÁ.

Upprisa kentársins

Í árdaga vélvæðingar í landbúnaði á Íslandi komu ýmsar vélar við sögu, sem síðan hafa horfið af sjónarsviðinu. Þar á meðal er lítil dráttarvél af gerðinni Centaur, sem framleidd var hjá fyrirtæki, sem hét Centaur Tractor Corporation í Greenwich, Ohio, á fyrri hluta 20. aldar.

Hugmyndin að baki hönnuninni var að búa til vél, sem kæmi í stað hests. Þannig var dráttarvélin sjálf lítið annað en mótor með eldsneytistanki, gírkassa og tveimur drifhjólum úr járni. Aftan í hana var hægt að hengja ýmis viðtæki, svo sem sláttuvél, plóg eða herfi, svo fátt eitt sé nefnt. Viðtækið sá um að útvega afturhjólin og sæti fyrir ökumann.

Töluvert var flutt af þessum vélum til Evrópu, þar af sex til Íslands. Innflytjandi var Finnur Ólafsson heildsali frá Fellsenda í Dölum. Árið 1927 keypti Jóhannes Reykdal, frumkvöðull á Setbergi við Hafnarfjörð, fyrstu vélina. Fjórir kentárar voru keyptir til Korpúlfsstaða 1929, í tíð Thors Jensen.

Síðustu vélina keypti Ingólfur Kristjánsson bóndi á Jódísarstöðum í Eyjafirði árið 1934. Þetta var Model 2-G með raðnúmerið 3 34 525 og úr því má lesa að vélin var framleidd í mars árið 1934 og var 525. eintakið framleitt það ár. Mótorinn er 2ja strokka fjórgengis bensínvél af gerð LeRoi, 12 hestafla. Aftan í vélina var tengd sláttuvél af gerð McCormick og saman myndar þetta eina heild eða samstæðu, með hjól sláttuvélarinnar sem afturhjól. Ökumaður situr í sæti sláttuvélarinnar, en löng stýrisstöng stendur aftur úr dráttarvélinni og eru á henni gír- og kúplingshandföng. Stýrisbúnaðurinn virkar þannig að hann snýr öllum framhluta samstæðunnar, þegar taka þarf beygju.

Sr. Bjartmar Kristjánsson eignaðist vélina 1949 og flutti hana að Mælifelli í Skagafirði, þar sem hann var prestur og bóndi. Sr. Bjartmar hafði gott lag á vélum og kom það sér stundum vel, þegar kentárinn var annars vegar. Vélin var notuð til sláttu á Mælifelli í um tíu ár, eða þangað til nýr traktor var keyptur 1959. Árið 1990 var kentárinn gefinn Þjóðminjasafni Íslands og settur í geymslu.

Haustið 2014 var gerður samningur milli Þjóðminjasafns og sonar Sr. Bjartmars, Kristjáns, um að hann kæmi vélinni í gangfært ástand, en síðan yrði hún hýst á Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Kristján hafði lengi alið með sér þann draum að gera upp þessa vél, sem hann kynntist fyrst í barnæsku. Af hálfu safnsins stóð Lilja Árnadóttir, sviðstjóri munasafns, að samningnum.

Verkefnið er nú komið svo langt, að vélin er orðin gangfær og var hún til sýnis á Hvanneyrardeginum 7. júlí s.l. Henni var ekið þar nokkra hringi við mikla hrifningu. Ýmis frágangsatriði eru þó eftir og gerir Kristján ráð fyrir að afhenda vélina til safnsins á næsta ári.

Kristján vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra, sem hjálpuðu honum við verkefnið. Sérstaklega nefnir hann Karl Sighvatsson, vélvirkjameistara, og vélaverkstæðið Kapp. Einnig þakkar Kristján bróður sínum, Benjamín, fyrir aðstoðina í tímahrakinu í aðdraganda Hvanneyrardagsins.

Kristján Bjartmarsson


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • COVID-19
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica