Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Stjörnuspádómsbók
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

„En skiøn Planete-Bog“ - Stjörnuspádómsbók frá 1764

ÁGÚST 2018

1.8.2018

Þjms. 2008-5-403 b.

Um fátt hefur verið rætt meira manna á milli að undanförnu en sérstakt veðurfar á Íslandi það sem af er sumri. Þar hafa ýmsir veðurfræðingar, bæði lærðir og leikir,  verið kallaðir til en einnig hefur fólk leitað sér vitneskju í gömul veðurfræði og spádóma þar að lútandi. Það er því engin nýlunda að fólk vilji skyggnast fram í tímann með öllum tiltækum ráðum, hvort sem um veðurfar eða annað sem viðkemur lífi mannsins er að ræða.

Gripur ágústmánaðarins er stjörnuspádómabók, útgefin í Kaupmannahöfn árið 1764. Hún er einn þeirra um 800 gripa af íslenskum uppruna sem Nordiska museet í Stokkhólmi afhenti Þjóðminjasafni Íslands til „ævarandi varðveislu“ árið 2008. Hún ber þann langa titil „En skiøn Planete-Bog, hvor udi beskrivess de syv Planeters med de Tolv Tegns Natur oc Complex. Meget herligen afmalede, oc andre fleere Stykker, som her ogsaa tilhøre.“ Bókin er 64 blaðsíður, í pappabandi og fjallar „... um lundarlag manna, gæfu o.fl. eptir því, undir hverri plánetu þeiri séu fæddir.“1)

Eins og kunnugt er hefur sr. Helgi Sigurðsson, prestur á Jörva og síðar á Melum í Melasveit, verið talinn helsti stofnandi Þjóðminjasafns Íslands. Hann gaf safninu sem stofngjöf 15 gripi til varðveislu og 24. febrúar 1863 gáfu stiftsyfirvöld út bréf þar að lútandi og telst sá dagur stofndagur safnsins. Svo virðist sem sr. Helgi hafi vegið eigandi bókarinnar því hann skrifar í safnskýrslu sína um hana: „Þessa bók eignaðist eg, þá eg var úngur, hjá sr. Brinjólfi Bjarnasyni, í Miklaholti. Var hún þá í rotnum blöðum, en síðan hefi eg komið henni í band.“2)

Í safnskýrslunni lýsir síðan sr. Helgi innihaldi hennar nokkuð nákvæmlega, ekki síst myndefninu sem var fremur fátítt í bókum á þessum tímum. Þar er getið um lófalestur og hvað hinar einstöku línur lófans tákna. Pláneturnar sjö (Satúrnus, Júpiter, Mars, Sólin, Venus, Merkúríus og Máninn) eru sýndar „í viðhafnarmikilli mannsmynd,“ hver með sitt sérstaka tákn. Því næst eru stjörnumerkin tólf nefnd og helstu einkenni þeirra sem undir þeim merkjum eru fæddir, s.s. hvernig fólk er „...mismunandi á sál og líkama, að gáfum, lunderni og laungunum, eða að líkamsvexti, atgjörfi...“3) og líka hvaða pláneta ráði mestu á hverju aldursskeiði fyrir sig og um „lukkukjör manns í lífinu.“ Athyglisverðar eru einnig reglur um blóðtökur og ýmsar lækningar þeim tengdum, allt eftir því hvernig staða plánetanna er hverju sinni. Þess má geta að ekki var farið að fjalla um blóðtökur í lækningabókum fyrr en um 1700 og þá talað um áhrif „... föruhnatta og stjörnumerkja á líkamann fyrir blóðtöku...“4)

Í bókinni er loks að finna reglur um að gæta heilsunnar og um líkur á því hvort sjúkum manni batni eða hann deyi, allt eftir stöðu stjarnanna. Þá er sérstök tafla er um það hvað beri að gera - eða forðast - hvern dag mánaðarins eftir því í hvaða merki tunglið er hverju sinni og sérstaklega ber fólki að fara varlega sjáist halastjarna á himni. Og auðvitað er spáð til um veðurfarið, allt eftir því hvernig tunglið er í afstöðu sinni gagnvart hinum plánetunum.

Í lok skýrslu sinnar lætur sr. Helgi í ljós persónulega skoðun sína á bókinni: „... Þessar og fleiri hégiljur, sem drotnuðu í mörgum löndum fram yfir siðabótina [...] eru, ef til vill, en ekki allstaðar útdauðar.“ 

Þótt ætíð hafi fólki þótt sitt hvað um ágæti stjörnuspádóma er þó ljóst að þeir lifa góðu lífi enn í dag. Það sést best á því að mörg dagblöð birta stjörnuspár daglega fyrir hvert stjörnumerki fyrir sig og stundum jafnvel ár fram í tímann. Verður hver og einn að ákvarða sjálfur um áreiðanleika slíkra spádóma en trúlegt er að sú löngun mannsins til að skyggnast inn í framtíðina muni lifa svo lengi sem hann lifir sjálfur. Og til þess verða notaðar bæði fornar og nýjar aðferðir...

(Sjá einnig: Gripur mánaðarins, mars 2017: Þjms. 2008-54-1)


Gróa Finnsdóttir

 

Heimildir:

Jón Steffensen. (1990). Alþýðulækningar. Í Frosti F. Jóhannsson (ritstj.) Íslensk þjóðmenning VII. Alþýðuvísindi, bls. 103- 192. Reykjavík: Þjóðsaga.

Sarpur.is - Þjms. 2008-5-403 b. - 

http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=347931

 

 


1) Sarpur.is – Þjms. 2008-5-403 b. – Safnskýrsla Helga Sigurðssonar
2) Sarpur.is – Þjms. 2008-5-403 b. – Safnskýrsla Helga Sigurðssonar
3) Sarpur.is -  Þjms. 2008-5-403 b. – Safnskýrsla Helga Sigurðssonar
4) Jón Steffensen, bls. 170.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica