Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Passíusálmar
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Passíusálmar úr Bjarneyjum frá 1778

Október 2016

8.10.2016

Handritið sem er á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er opið á fyrsta sálmi, Upp mín sál og allt mitt geð. Þetta er feikilega falleg opna, skrifari hefur notað tvenns konar blek, brúnt og rautt, og höfuðstafurinn er fagurlega  letraður og skreyttur.

Hvað rak fólk til að skrifa upp bækur,  var það skortur á bókum eða löngun til að eiga fallegan innbundinn grip sem hægt var að fletta og lesa hvenær sem var? Í kringum 1778 voru flestir læsir og skrifandi án þess að hafa gengið í skóla. Vinnufólk um tvítugt er að skrifa upp allt mögulegt og stundum var skrifað upp eftir útgefnum bókum. Þessi  siður hélst  lengi fram á tuttugustu öldina og er það svolítið séríslenskt. Í Ólafsdal var fyrsti landbúnaðarskólinn stofnaður 1880 og nemar voru látnir binda inn bækur, það var hluti af náminu.

En það er augljóst að sá sem hefur skrifað upp þetta tiltekna handrit var æfður skrifari. Á sama tíma og passíusálmahandritið í eigu Þjóðminjasafns er uppskrifað þá bjó í Bjarneyjum í Reykhólahreppi (áður Flateyjarhreppur), Austur-Barðastrandarsýslu, Ólafur Þorsteinsson skrifari fæddur um 1717 og dáinn fyrir 1788 og að sögn Espólíns talinn mikill skrifari. Í Sarpi eru skráðar upplýsingar um hver hafi átt handritið og hver hafi gefið það til safnsins, en lítið er getið um skrifarann.  Í handritadeild Landsbókasafns eru varðveitt tvö handrit eftir téðan Ólaf Þorsteinsson og væri áhugavert að bera þau handrit saman við Passíusálmahandrit Þjóðminjasafns. Það hefur lítið varðveist af Passíusálmum,  bæði prentuðum og uppskrifuðum, menn tóku þá oft með sér  í gröfina.  Það er því mikill fengur fyrir safnið að eiga þennan fallega grip. Hugsanlega leynast fleiri handrit af uppskrifuðum Passíusálmum á söfnum og í einkaeign.  Í gagnagrunninum Sarpur.is eru skráðar miklar og góðar upplýsingar um þennan grip, best er að slá inn leitarorðið Bjarneyjar þá birtist mynd af innbundinni bók og svo er bara að lesa.

Ragnheiður Jósúadóttir

Heimildir:

Handrit.is
Olafsdalur.is
Sarpur.is

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir, Landsókasafn  Íslands - Háskólabókasafn
Halldóra Kristinsdóttir, Landsókasafn Íslands – Háksólabókasafn
Margrét Eggertsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica