Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember


Gripur mánaðarins
  • Skildahúfa
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Skildahúfa

MARS 2020

1.3.2020

Þjms. 10934

Árið 1784 barst „gripasafni konungs“ í Kaupmannahöfn sá gripur sem hér er að þessu sinni valinn sem hlutur mánaðarins. Hann var síðan skráður í Þjóðminjasafn Dana árið 1848. Þetta er svonefnd skildahúfa sem dregur nafn sitt af sjö gylltum silfurskjöldum sem prýða hana. Matthías Þórðarson fyrrverandi þjóðminjavörður lýsir henni af nákvæmni í aðfangabók Þjóðminjasafns Íslands árið 1930:

Hún er úr rauðu flosi með silfurskjöldum með kornsettu hringavíravirki í endurlifunarstíl, hinn
stærsti ofan á kolli en sjö minni umhverfis á brún, munu allir erlend smíð. [...Hún er] kringlótt, 24
cm. að þverm. um kollinn, sem er flatur og með víravirkiskringlu á miðju, 10 cm. að þverm., og
eru fest á hana mörg lauf. Víravirkið er kornsett hringvíravirki, fremur grófgert; kringlan er úr
silfri, algylt. Umhverfis á kollinum eru silfurvírsknipplingar, 5 cm. að breidd. Húfan er aðeins um
11,5 cm. að þverm. um opið og er um 8 cm. breiður skáflötur á milli þess og kollsins. Á þennan
skáflöt eru saumaðir 7 silfurskildir eða kringlur, gyltar, laufskornar í röndina, 1 stærst, 10,7 cm.
að þverm., með upphleyptri krossfestingarmynd í miðju, 6,3 cm. að þverm., og bekk með
kornsettu hringavíravirki umhverfis, og eru á bekknum 4 hálfkúlur með hangandi krossum í og
eru í krossunum rauðir og bláir steinar. Hinir skildirnir 6 eru minni, allir eins; á miðju er
krossfestingarmynd, Kristur, María og Jóhannes, og víravirkisbekkur umhverfis, með 4 blöðum í;
þverm. 7,3 cm.1

Á samskeytum kollsins við skáflötinn er saumaður 2 cm breiður vírofinn borði og kringum opið á húfunni er brydding úr hör og silki. Húfan er fóðruð með grófgerðu lérefti með rósamunstri og millifóður er úr einhverskonar ullarefni eða flóka og því er húfan talsvert þung.Skildahúfa 2

Vitað er um leifar af annarri skildahúfu frá Íslandi í Þjóðminjasafni Dana en sú skildahúfa sem hér er sýnd mun vera sú eina sinnar tegundar sem varðveist hefur í sinni upprunalegu mynd.2 Hún kom til Þjóðminjasafns Íslands með úrvali íslenskra gripa sem Þjóðminjasafn Dana skilaði Íslendingum í júní 1930. Í grein sinni Enn um skildahúfu leiðir Elsa E. Guðjónsson, textílfræðingur, að því líkum að húfan hafi komið frá heimili Ólafs Stephensens amtmanns í Sviðsholti.3 Hún hefur að öllum líkindum tilheyrt brúðarbúningi en skildahúfur munu ætíð hafa verið eign vel efnaðra kvenna á 16., 17. og fram á 18. öld.4
Ætla má að nokkuð erfitt hafi verið að bera þennan höfuðbúnað þar sem húfan var höfð ofan á faldinum á faldbúningnum og auk þess nokkuð þung vegna skrautsins og efnismikillar fóðringar húfunnar.

Skildahúfur eiga sér víða evrópskar fyrirmyndir í höfuðbúnaði kvenna – og karla – á 15. og 16. öld5 og jafnvel í höfuðbúnaði mið-asískra þjóðbúninga.6

Gróa Finnsdóttir

 


1) Sarpur: https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=319980
2) Elsa E. Guðjónsson (1970). Skildahúfa. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1969, bls. 61.
3) Elsa E. Guðjónsson (1971). Enn um skildahúfu. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1970, bls. 79-85.
4) Guðrún Harðardóttir (2004). Brúðarhús í Laufási. Í Hallgerður Gísladóttir (ritstj.) Í eina sæng, bls. 59-65. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.
5) Amphlett, Hilda (2003). Hats . A history of fashion in headwear. New York: Dover publications.
6) Westphal-Hellbusch, Sigrid og Soltkahn, Gisela ( 1976). Mützen aus Zentralasien und Persien. Berlin: Museum für Völkerkunde, bls. 298-299.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica