Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Hvalbein eftir Brynjólf Jónsson
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Útskorið hvalbeinsspjald Brynjólfs Jónssonar í Skarði

JANÚAR 2018

1.1.2018

Þjms. 10910/1930-320

Eftir siðaskiptin á Íslandi spruttu upp forvitnileg listaverk eftir ólíka listamenn sem allir áttu það sameiginlegt að tilheyra ósköp venjulegum starfsgreinum í kringum aldamótin 1600. Gripur janúarmánaðar, sem er spjald úr hvalbeini með útskornum myndum úr ævi Krists, er eftir slíkan listamann. Sá er Brynjólfur Jónsson, bóndi í Skarði á Landi. Brynjólfur var bóndi og lögréttumaður um aldamótin 1600 en var engu að síður afkastamikill og eftirsóttur listamaður á árunum 1590-1610.

List Brynjólfs er að mörgu leyti lík verkum Benedikts Narfasonar, þar sem báðir skera t.d. út smágerðar mannamyndir á gripi sína og sýna einnig menn í klæðum frá endurreisnartímanum. Munurinn hins vegar er sá að verk Benedikts Narfasonar innihalda stakar táknmyndir á meðan frásögnin er að mestu í fyrirrúmi í verkum Brynjólfs. Allir gripirnir sem varðveist hafa eftir hann segja sögu, og sumir jafnvel heilu kaflana úr Biblíunni.

Stóra beinspjaldið sýnir útskornar myndir af krossfestingu Krists, kistulagningu, upprisu og himnaför, og loks af Kristi konungi í hásæti á dómsdegi. Spjaldið er 91 cm á hæð og 40,6 cm á breidd efst, en mjókkar síðan niður eftir.

Neðst má sjá líkama Krists vera tekinn niður af krossinum og eru syrgjandi konur í bakgrunninum. Þar fyrir ofan eru síðan tvær myndir, önnur sýnir Krist í gröfinni sem vopnaðir varðmenn gæta en hin myndin sýnir Krist sem er risinn upp og heldur á sigurfána. Næst fyrir ofan kemur síðan mynd af himnaför Krists með fæturna á skýjunum. Að lokum, efst í vinstra horninu er krossfestur Kristur umkringdur af englum. Miðjan lýsir hinni heilögu þrenningu þar sem faðirinn heldur á líkama Krists í fanginu og hinn heilagi andi er í líki dúfu. Efst til hægri situr Kristur í hásæti í hlutverki sínu sem dómari á dómsdegi. Gripur þessi, sem er einstaklega vel gerður, er talinn vera einstakur í íslenskri listasögu seinna alda en algengt var að sjá útskurð í bein og horn á miðöldum og virðist gripurinn tengjast slíkum útskurði mun meira heldur en tréskurði.

Gripurinn, ásamt öðrum verkum eftir Brynjólf, var sendur til Þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn á árunum 1830-36 en kom hingað aftur til Þjóðminjasafns Íslands árið 1930.

Villimey K M Sigurbjörnsdóttir

Heimildir:

Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (Ritstj.). (2004). Hlutavelta tímans – menningararfur á Þjóðminjasafni. Reykjavík. Þjóðminjasafn Íslands.

Þóra Kristjánsdóttir. (2005). Mynd á þili: íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.  

Sarpur.is

 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica