Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Jólakort frá 1944
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Jólakort

DESEMBER 2017

1.12.2017

Pk/2015-20 

Í dag, á tímum margs konar samskiptamiðla og tölvutækni, eru sífellt færri jólakort send í pósti til að gleðja vini og vandamenn. Fyrir bragðið verða þau ef til vill enn verðmætari þeim sem þau fá. Það er óneitanlega góð tilfinning að fá frímerkt umslag í pósti sem inniheldur fallegt jólakort með hugljúfri jólakveðju.

Þegar samgöngur efldust í heiminum með tilkomu járnbrauta jukust einnig póstsamgöngur í kjölfarið. Frímerkið var fundið upp árið 1840 og fór nú fólk að senda hvert öðru bréf og póstkort, jafnvel landa á milli. Og auðvitað var þetta kærkomin leið til að senda vinum og ættingjum í fjarlægð kveðju á korti um jólahátíðina. Fyrsta prentaða jóla- og nýárskortið var gefið út í Englandi árið 1843.1 
   Annars var það nokkuð misjafnt eftir löndum hvenær framleiðsla jólakorta varð almenn og í Danmörku var fyrst notast við þýsk jólakort, allt þar til Danir fóru að framleiða sín eigin kort um 1880. Fyrstu jólakortin komu á markað á Íslandi um 1890 og  voru dönsk eða þýsk og er elsta jólakortið sem varðveitt er í Þjóðminjasafninu danskt að uppruna, frá árinu 1891.2  
   Rétt undir aldamótin 1900 fóru síðan heimagerð íslensk jólakort að sjást í verslunum og eru elstu varðveittu íslensku jólakortin frá árinu 1900. Þau sýndu oft ljósmyndir af þekktum íslenskum byggingum og landslagi, gjarnan í vetrarbúningi, og þekkist slíkt myndefni á jólakortum enn þann dag í dag. Sömuleiðis var vinsælt áður fyrr að senda erlend jólakort af þekktum leikurum. Seinna á 20. öldinni fór að bera á teiknuðum jólakortum samtímis sem þau urðu æ algengari, sérstaklega á árunum milli stríða.3 
   Jólakortið sem hér er kynnt sem gripur desembermánaðar var sent á lýðveldisárinu 1944 og gefandinn er Lísa Thomsen. Þetta póstkort er 8,8 x 13,9 cm að stærð og myndin er af tréristu sem sýnir Austurvöll með Dómkirkjuna og Alþingishúsið í bakgrunni. Höfundur er skráður sem óþekktur en kortið er gefið út af Listverzluninni. 

Gróa Finnsdóttir 

 

Heimildir: 

Árni Björnsson. (2006). Saga jólanna. Ólafsfjörður: Tindur. 
Norræn jól. Jólasýning Þjóðminjasafn Íslands 1989. (1989). Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands [sýningarskrá]. 
Sarpur.is. Menningarsögulegt gagnasafn. 

 

 


1) Árni Björnsson, 2006.
2) Sjá: Sarpur.is
3) Norræn jól, 1989.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • COVID-19
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica