Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar -

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Prédikunarstóll úr Saurbæjarkirkju á Rauðasandi
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Prédikunarstóll úr Saurbæjarkirkju á Rauðasandi

NÓVEMBER 2017

1.11.2017

Þjms. 3079

Siðaskiptin á Íslandi höfðu í för með sér einföldun á kirkjubyggingu og breytingu á skipulagi inni í kirkjum. Prédikunin varð meginatriðið og þar með prédikunarstóllinn þar sem presturinn var í öndvegi og allir gátu hlustað á hann messa. Það er frá þessum tíma sem elstu listaverkin fóru að vera nafngreind og gripur mánaðarins að þessu sinni er prédikunarstóll úr Saurbæjarkirkju á Rauðasandi. Listamaðurinn er Jón Greipsson bóndi á Auðshaugi við Breiðafjörð. Hann er talinn hafa skorið hann út og málað árið 1617 og er þetta eini gripurinn sem hefur varðveist eftir hann.

Á prédikunarstólnum er áletrun sem vísar í Björn B. Magnússon sýslumann og stórbónda á Saurbæ á Rauðasandi. Talið er að hann hafi látið smíða þennan stól fyrir brúðkaup sitt og seinni eiginkonu sinnar Helgu Arngrímsdóttur lærða. Áletrunin á stólnum er:

„Anno 1617. Til minnis lét sá æruverðugi velvísi frómi heiðursmaður Björn B. Magnússon smíða þennan predikunarstól til æru og sæmdar við það heilsusama útkröftuga guðsorð.“

Stólinn er um 130 cm á hæð og gerður að mestu úr furu. Nokkrir af litlu englunum og smádýrunum eru skornir út úr eik. Talið er að litirnir á stólnum séu allir upprunalegir nema blái liturinn sem er aðeins yngri.

Myndefnið á prédikunarstólnum er frekar hefðbundið fyrir þetta tímabil. Fyrir miðju er Jesú Kristur á krossinum og sitthvoru megin við hann er móðir hans María og lærisveininn Jóhannes. Til hliðar á stólnum er að finna guðspjallamennina fjóra – Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes – ásamt táknum þeirra.

Klæðnaðurinn á öllum er frekar dökkur en í 17. aldar stíl samt sem áður. María guðsmóðir er klædd eins og íslensk hefðarstúlka sem er ekki að finna í öðrum verkum.

Útskurðurinn á stólnum er sagður haganlega gerður og ekkert bendir til erlendra áhrifa og því er þetta alveg íslenskt verk.

Þjóðminjasafnið eignaðist prédikunarstólinn árið 1888 og er hann til sýnis á grunnsýningu safnsins, Þjóð verður til.

Hrafnhildur Eyjólfsdóttir

 

Heimildir:

Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (Ritstj.). (2004). Hlutavelta tímans – menningararfur á Þjóðminjasafni. Reykjavík. Þjóðminjasafn Íslands.

Þóra Kristjánsdóttir. (2005). Mynd á þili: íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.  


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17.
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica