Áttu forngrip í fórum þínum? 3.11.2019 14:00 - 16:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þjóðminjasafns Íslands býður upp á greiningu á gömlum gripum sunnudaginn 3. nóvember. Í þetta sinn verður áherslan lögð á gripi sem fundist hafa í jörðu eða á yfirborði jarðar.

 

Sérfræðileiðsögn um sýninguna Óravíddir í Safnahúsinu 10.11.2019 14:00 - 14:45 Safnahúsið við Hverfisgötu

Eva María Jónsdóttir, kynningarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, tekur á móti gestum og gefur innsýn í verk tengd handritaarfinum á sýningunni Sjónarhorn.

 

Hvað gekk manninum til? Gripasöfnun Pike Ward á Íslandi 12.11.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 12. nóvember flytur Freyja Hlíðkvist Ómars- og Sesseljudóttir sérfræðingur í munasafni erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Verið öll velkomin.

 

Leiðsögn: Pike Ward og ljósmyndun hans 17.11.2019 14:00 - 14:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Þann 17. nóvember kl. 14 leiðir Ívar Brynjólfsson, ljósmyndari í Þjóðminjasafni gesti um sýninguna: Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward.

 

Listasmiðja fyrir börn – leikur með samhverfur 17.11.2019 14:00 - 16:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á sunnudaginn þann 17. nóvember er fjölskyldum boðið að koma og taka þátt í skapandi smiðju í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Í smiðjunni sem Unnur Mjöll S. Leifsdóttir myndlistarkona leiðir, ætlum við að skoða hugtakið samhverfa og gera tilraunir í myndmáli með hugtakið að leiðarljósi.

 

Leiðsögn á pólsku 17.11.2019 15:00 - 15:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tilefni þjóðhátíðardags Póllands býður Þjóðminjasafn Íslands leiðsögn á pólsku um grunnsýningu safnsins Þjóð verður til, Menning og samfélag í 1200 ár. 

 

Zwiedzanie z przewodnikiem 17.11.2019 15:00 - 15:45 National Museum of Iceland Suðurgata 41

Z okazji polskiego Święta Niepodległości Islandzkie Muzeum Narodowe zaprasza wszystkich Polaków na zwiedzanie wystawy głównej z polskim przewodnikiem.