Stonewall uppreisnin 9.8.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Árið 2019 er sögulegt ár í réttindabaráttu hinsegin fólks þar sem 50 ár eru liðin frá Stonewall uppreisninni sem gjarnan er talin marka upphaf réttindabaráttunnar. Hér verður farið yfir söguna og þýðingu hennar í nútíma samhengi. Viðburðurinn fer fram á ensku.

 

Hinsegin í vinnunni 12.8.2019 11:30 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Oft er talað um glerþak kvenna á atvinnumarkaði, þak sem dregur úr möguleikum þeirra til frama. En getur verið að hið sama eigi við um hinsegin fólk á atvinnumarkaði? Hvernig er líðan hinsegin fólks á vinnustöðum? Skiptir sýnileiki hinsegin fólks á atvinnumarkaði máli? Þarf hinsegin fólk að skilja hinseginleikann eftir heima eða er í lagi að vera hinsegin í vinnunni? Hvað geta fyrirtæki gert til að vera hinsegin vinalegri? Þessi mál hafa mikið verið rætt og rannsökuð erlendis, til dæmis á Norðurlöndunum, en á Íslandi er umræðan mun skemmra á veg komin.

 

Hinsegin barneignir 12.8.2019 16:30 - 17:30 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Hvernig virkar ættleiðingarferlið? Hvernig gerist fólk fósturforeldri? Hvað þarf að hafa í huga þegar stofnað er til fjölskyldu á óhefðbundinn máta? Við leitumst að því að svara þessum spurningum og fleirum varðandi hinsegin barneignarferli sem brenna á fólki.

 

Hinsegin myndlist á Íslandi 13.8.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Hinsegin myndlist á Íslandi 1983 – 2019 með Dr. Yndu Gestsson. Hinsegin listasaga á Íslandi í tengslum við Samtökin ´78 er stutt og nær aðeins aftur til ársins 1985 þegar fyrsta myndlistarsýningin var haldin í húsakynnum samtakanna. Erindið fjallar um þætti sem tengjast Hinsegin listasögu á Íslandi, listumræðunni hérlendis á þessu tímabili og hvort umræðan tengist hinsegin myndlist erlendis. Byggt er á rannsókn sem fram fór í tengslum við sýninguna Út fyrir sviga: Myndlist og Samtökin ´78 sem nú stendur yfir í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. Þau sem ætla að hlusta á erindið eru hvött til að skoða sýninguna áður.

 

Hatursorðræða í ljósi hinsegin réttindarbaráttu 13.8.2019 16:30 - 17:30 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Að undanförnu hefur mikið verið rætt um mörk hatursorðræðu og tjáningarfrelsis, ekki síst í ljósi frumvarps um breytingar á ákvæði um hatursorðræðu í almennum hegningarlögum. Hér verður rætt um hatursorðræðu út frá hinsegin vinkli.   

 

Hinsegin kynfræðsla 14.8.2019 16:30 - 17:30 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Indíana Rós kynfræðingur ræður helstu nauðsynjar ástarlífsins fyrir hinsegin fólk: kynlífstæki, verjur, heilbrigð samskipti og að sjálfsögðu kynlífsánægju. Fræðslan er ætluð reyndum sem óreyndum, ungum sem öldnum. Ekki láta þig vanta! 

 

Hinsegin paradísin Ísland? 15.8.2019 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Á hverju ári leita tugir hinsegin umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi, þá gjarnan út af ofsóknum í heimalandi sínu sökum hinseginleika. Helstu sérfræðingar ræða stöðu hinsegin umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi og hvað þarf að bæta til að mæta þessum viðkvæma hópi betur. Vinsamlegast athugið að viðburðurinn fer fram á ensku.

 

Geðheilsa hinsegin ungmenna 15.8.2019 16:30 - 17:30 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Erlendar rannsóknir sýna að geðheilsuvandi hinsegin ungmenna er mikill en rannsóknir hérlendis eru af skornum skammti. Sérfræðingar í geðheilsu hinsegin fólks halda erindi og ræða stöðuna hér á landi út frá sinni reynslu.

 

Menningarnótt 2019 24.8.2019 10:00 - 17:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

 

Menningarnótt í Safnahúsinu 24.8.2019 10:00 - 19:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu verður opið frá kl. 10 - 19. Verið öll velkomin.

 

Listasmiðja - Kynjaskepnur og furðuverur 24.8.2019 14:00 - 16:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu leynast ýmsar kynjaverur og þjóðsagnapersónur sem hafa verið innblástur listafólks í gegnum aldirnar. Í listasmiðjunni skoðum við þessar verur og gerum tilraunir með okkar eigin kynjaskepnusköpun.

 

Örleiðsögn um útskurð og tálgun 24.8.2019 14:30 - 16:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Í tengslum við tálgunámskeið fyrir börn á menningarnótt býður Þjóðminjasafnið börnum og fjölskyldum örleiðsögn um tálgaða og útskorna gripi á sýningum safnsins.