Leiðsögn fyrir blind og sjónskert börn 8.3.2020 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands býður upp á barnaleiðsögn með sérstöku tilliti til blindra og sjónskertra barna sunnudaginn 8. mars kl. 14:00. Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands er fyrir forvitna krakka og fjölskyldur þeirra.

 

Leiðsögn: Fatnaður og tíska fyrri alda 15.3.2020 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 15. mars kl. 14:00 verður leiðsögn um tísku og fatnað í Þjóðminjasafni Íslands. Helga Vollertsen, sérfræðingur í munasafni, leiðir gesti gegnum sýninguna Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár og verður staldrað við gripi sem gefa innsýn í klæðnað fólks fyrr á öldum.

 

FRESTAÐ.Listasmiðja fyrir fjölskyldur, fuglar og aðrar náttúruminjar 15.3.2020 14:00 - 16:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Þjóðminjasafn Íslands hefur ákveðið að fresta viðburðinum Listasmiðja fyrir fjölskyldur, fuglar og aðrar náttúruminjar um óákveðinn tíma vegna samkomubanns og útbreiðslu á COVID-19. Við munum auglýsa viðburðinn síðar í samvinnu við Náttúruminjasafn Íslands.