Drekar fortíðar og drekar barnanna 22.4.2021 - 14.6.2021 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands setur upp sýningu á drekum sem leikskólanemar búa til í sérstakri drekasmiðju í safninu í tilefni af Barnamenningarhátíð.

 

Leiðsögn: Hjátrú og galdrar 10.6.2021 14:00 - 14:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Álfa- og draugatrú hefur alla tíð verið sterk á Íslandi. Í þessari leiðsögn eru skoðaðir gripir sem tengjast hjátrú og göldrum, meðal annars verndargripir frá landnámsöld og ýmsir gripir sem eiga sér sögu tengda álfum og öðru huldufólki.  Leiðsögnin er í boði alla fimmtudaga í sumar kl. 14.

 

Leiðsögn: Hjátrú og galdrar 17.6.2021 14:00 - 14:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Álfa- og draugatrú hefur alla tíð verið sterk á Íslandi. Í þessari leiðsögn eru skoðaðir gripir sem tengjast hjátrú og göldrum, meðal annars verndargripir frá landnámsöld og ýmsir gripir sem eiga sér sögu tengda álfum og öðru huldufólki.  Leiðsögnin er í boði alla fimmtudaga í sumar kl. 14.

 

Leiðsögn: Hjátrú og galdrar 24.6.2021 14:00 - 14:30 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Álfa- og draugatrú hefur alla tíð verið sterk á Íslandi. Í þessari leiðsögn eru skoðaðir gripir sem tengjast hjátrú og göldrum, meðal annars verndargripir frá landnámsöld og ýmsir gripir sem eiga sér sögu tengda álfum og öðru huldufólki.  Leiðsögnin er í boði alla fimmtudaga í sumar kl. 14.

 

Tónleikar og leiðsögn til heiðurs Jóni Múla 27.6.2021 14:00 - 15:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sunnudaginn 27. júní milli klukkan 14 og 15 verða tónleikar og stutt leiðsögn í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands í tengslum við yfirlitssýninguna Spessi 1990 – 2020. Á sýningunni er meðal annars ljósmynd Spessa af Jóni Múla. Myndin tengist samstarfi Spessa og Óskars Guðjóns saxófónleikara sem hófst 2002 þegar Óskar bað Spessa að vinna með sér að því að myndskreyta hljómdisk með lögum Jóns Múla í framsæknum jassútsetningum, sem Óskar var að gera með jasshljómsveitinni Delerað. Ákveðið var að Jón Múli myndi prýða framhlið disksins. Spessi mun segja söguna á bak við myndina og síðan munu Óskar Guðjóns og Eyþór Gunnarsson leika lög Jóns Múla. Þess má geta að Jón Múli hefði orðið 100 ára í ár.