Jólasiðir

Jólabakstur

Á fyrri hluta 20. aldar fór að bera á því að húsmæður bökuðu smákökur og tertur í stórum stíl fyrir jólin. Líkleg ástæða þess að jólabakstur varð svona vinsæll á þessum tíma er sjálfsagt sú að þá fyrst var hægt að nálgast ýmiss konar hráefni sem í baksturinn þurfti og bakarofnar voru orðnir almenn eign á heimilum. Allur bakstur varð þar með auðveldari og því tilvalið að baka alls kyns kökur og sætindi til að narta í um jólin.

Í dag er enn mjög algengt að bakaðar séu margar sortir af smákökum um jólin á heimilum og finnst mörgum nauðsynlegt að baka kökurnar sjálfir þó að einnig sé hægt að nálgast þær úti í búð.


Heimildir:
Árni Björnsson. Saga daganna. Mál og menning, Reykjavík 1993.
Árni Björnsson. Saga jólanna. Tindur, Ólafsfjörður 2006.
Hallgerður Gísladóttir. Íslensk matarhefð. Mál og menning, Reykjavík 1999.