Stofa - Kistlar / Woodcarving

867 Kistill / Coffer

Stór kistill settur smágerðum, gagnskornum rósum og laufum sem eru nelgd utan á kistilinn. Innan í rós eða laufi að framanverðu er maður á hesti og hinum megin stendur annar maður sem heldur á staupi, drengur með flösku í hendi og kona með háan krókfald á höfði. Kistillinn er gerður af Hallgrími Jónssyni (1717-1785) frá Naustum.
Mynd 36 af 41