Stofa - Kistlar / Woodcarving

Mikið hefur varðveist af útskornum gripum á Íslandi. Þeir vitna um hversu rík útskurðarlistin var og að hún lifði góðu lífi fram á 19. öld. Útskurðarlistin barst milli kynslóða en hér á landi urðu hvorki til skólar né verkstæði fyrr en eftir að atvinnulíf breyttist og þéttbýli tók að myndast á 19. öld. Húsgögn í torfbæjum voru fábreytileg, skápar voru litlir og borð og stólar sömuleiðis. Fólk geymdi eigur sínar í skrínum og kistlum sem oft voru haganlega útskorin og jafnvel máluð. / Carved objects have survived in large quantities in Iceland. They bear witness to Iceland’s rich woodcarving tradition, which flourished into the 19th century. Woodcarving skills were passed down from generation to generation; Iceland had neither schools nor ateliers until the 19th century, when urban centres first began to develop. Traditional turf houses had little space for furniture, and cupboards, tables and chairs were small and simple. People stored their possessions in caskets and coffers which were often skilfully carved, and sometimes painted.

 • 10795 Kistill / Coffer

  Kistill úr furu. Á lokinu má sjá stafina G. M. D, sem eru upphafsstafir konunnar sem átt hefur kistilinn, þ.e. G… M…dóttir. Kistillinn hefur verið málaður rauður.

 • 11760 Kistill (1766)

  Kistill úr furu. Hann er útskorinn með upphleyptum skurði. Neðan á botninum stendur IOS og ártalið 1766. IOS eru upphafsstafir mannsins sem átt hefur kistilinn, þ.e. J… Ó…son.

 • 11761 Kistill / Coffer (1900)

  Kistill úr furu. Hann er útskorinn og málaður rauður, með svörtum köntum og hornum. Á miðju lokinu er stór sexblaðarós og tvær minni á hvorum enda. Við fremri röndina eru stafirnir CI og DSB. Á hliðunum eru tvær stórar sexblaðarósir og hjólmyndir á göflunum. Ekki er vitað fyrir hvað stafirnir CI og DSB eiga að standa, en útskurðurinn ber með sér að kistillinn sé frekar norskur að uppruna en íslenskur.

 • 14524 Kistill / Coffer (1820-1850)

  Kistill úr furu eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu, Bólu-Hjálmar. Hann er útskorinn á loki, hliðum og göflum og er skurðurinn alls staðar eins, skrautbekkur í miðju og höfðaleturslínur beggja megin. Áletrunin er þessi: „KISTANLÆS – TAFGULLIGL - ÆSTGEIMI - RSTEINAK - IÆRAE - CKINÆ - STNIEURH - ENIFÆSTO - RMAB -OLIDS“ Vísan er eftirfarandi: Kistan læst af gulli glæst, geymir steina kæra. Ekki næst né úr henni fæst ormabólið skæra Ormaból merkir gull. Þetta er algeng vísa á útskornum kistlum eftir Bólu-Hjálmar. Vísan er annars eftir Arngrím Jónsson lærða og er rétt á þessa leið: Kistan læst ef gullið glæst geymir og steina skæra, ekki næst né úr henni fæst orma bólið kæra.

 • 14529 Kistill / Coffer (1819)

  Kistill úr furu. Hann er allur útskorinn með höfðaletri. Á öðrum gaflinum stendur ANO og 1819 á hinum. Annar texti er þessi: „AFHENT SIERU T AUD - GRUND BLIDA -ÆDST U - MM IÖFUR HIMN - A RANS HANN SIE VERND ÞIN HE - IMS ASTRIDA HER ÞO MÆDI VIS - TTIL SANS ÞA ENDAST VETRARE - IMDASTRID ADSTOD GUDS ÞAD VEITE - BLID AD SIE OSS VIST SO - SINGIUM GLADAR - SUMAR HA EILIFS HA FAGNADARIADA“ þ.e.: Afhent sértu auðgrund blíða, æðstum jöfur himnarans. Hann sé vernd þín heimsástríða, hér þó mæði víst til sanns. Þá endast vetrar eymdastríð, aðstoð guðs það veiti blíð, að sé oss víst svo syngjum glaðar, sumar [...] eilífs háfagnaðar.

 • 1969-29 Kistill / Coffer (1890-1892)

  Útskorinn kistill eftir Stefán Sveinsson (1830-1892) sem síðast bjó í Seldal í Norðfirði. Kistilinn smíðaði hann skömmu fyrir andlát sitt.

 • 1973-106 Kistill (1796)

  Málaður kistill eftir Jón Hallgrímsson í Kasthvammi. Á framhliðinni er máluð mynd af konu og karli sem kyssast og skartar konan krókfaldi en karlinn er berhöfðaður. Á framhliðina eru auk þess málaðir stafirnir I I D sem eru upphafsstafir konunnar sem fyrst hefur átt kistilinn (I... J...dóttir) en ekki er vitað hver hún var. Á framhliðina er ennfremur málað Ao 1796. Á hliðum kistilsins eru myndir af fuglum og trjám og á lokinu myndir af blómum.

 • 1982 Kistill / Coffer (1700-1800)

  Kista úr furu. Lokið er burstmyndað eða eins og trog á hvolfi. Hliðar, gaflar og loksgaflar eru útskorin með greina- og blaðverki í íslenskum stíl. Á lokinu er höfðaletursáletrun. Þar stendur: „ragneidurþorda : rdotterak : istunamr“, þ.e. Ragnheiður Þórðardóttir á kistuna með rétti.

 • 2008-5-182 Kistill / Coffer (1800-1850)

  Kistill úr furu. Útskurður er á loki, hliðum og göflum. Innan við slétta umgjörð er grunnflöturinn dálítið lægri, og á honum er upphleypt skrautverk. Alls staðar eru teinungar eða teinungshlutar. Á lokinu er stór spegil-nafndráttur í hring, sennilega stafirnir F K D eða T K D, sem eru upphafsstafir konunnar sem fyrst hefur átt kistilinn.

 • 2008-5-193 Kistill / Coffer (1859)

  Kistill úr furu. Þrjár höfðaleturslínur eru á hvorri hlið og eins á göflunum, en á lokinu fjórar. Þar stendur á loki „þessistoek - urergiör - durartali - dsemer 1859“ (eða 1839). Á kislinum stendur jafnframt „kistannlæst - medgullid - glæstgeimi - rsteina - skæraa - ldreifæ - stneurhenni - næstorma - bolidkæra - ragnhil - durgis - ladottir“ Þ.e.: Þessi stokkur er gjörður ártalið sem er 1859 (eða 1839) Kistan læst með gullið glæst geymir steina skæra. Aldrei fæst né úr henni næst ormabólið kæra. Ormaból merkir gull. Þetta er algeng vísa á útskornum gripum, m.a. er hana að finna á nokkrum útskornum kistlum eftir Bólu-Hjálmar. Vísan er annars eftir Arngrím Jónsson lærða og er rétt á þessa leið: Kistan læst ef gullið glæst geymir og steina skæra, ekki næst né úr henni fæst orma bólið kæra.

 • 2008-5-434 Kistill / Coffer (1750-1800)

  Kistill úr furu. Jurtaskrautverk er á báðum hliðum og á lokinu, en bandbruðningur eða tíglaflétta á göflunum.

 • 2008-5-572 Kistill / Coffer (1820-1840)

  Kistill úr furu eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu, Bólu-Hjálmar. Grunnt skornir blaðabekkir eru á miðjum hliðum og göflum og stafirnir KMD á miðju loki. Það eru upphafsstafir konunnar sem fyrst hefur átt kistilinn, þ.e. K… M…dóttir. Á kistlinum eru höfðaleturslínur en úr þeim má lesa: „KISTANLÆS - TAFGULLIGL - ÆSTGEIME - RSTEINAKI - ÆRAECK - INÆSTN - IEURHENE - FÆSTORM - ABOLID – SKIÆRA“ Þ.e.: Kistan læst af gulli glæst, geymir steina kæra. Ekki næst né úr henni fæst ormabólið skæra. Ormaból merkir gull. Þetta er algeng vísa á útskornum kistlum eftir Bólu-Hjálmar. Vísan er annars eftir Arngrím Jónsson lærða og er rétt á þessa leið: Kistan læst ef gullið glæst geymir og steina skæra, ekki næst né úr henni fæst orma bólið kæra.

 • 2008-5-89 Stokkur / Box (1800-1850)

  Stokkur úr furu. Á lokinu, hliðunum og göflunum er upphleyptur útskurður. Á stokknum er draglok en á það eru skornir stafirnir KID, sem eru upphafsstafir konunnar sem fyrst átti kistilinn, þ.e. K… J…dóttir.

 • 2057 Kistill / Coffer (1750-1800)

  Kistill úr furu, útskorinn með laufguðum greinum. Á lokinu er kringla með upphafsstöfunum S E D, sem er fangamark konunnar sem átt hefur kistilinn.

 • 2115 Stokkur / Box (1800-1882)

  Smástokkur úr furu, geirnegldur og með renniloki. Í hann er skorin vísa með höfðaletri: „hliotigiedi - heillogfrid – hrun - dmed - dygdagnot - tirkostum - buidk - uennu - alid – Krist – ingunn - arsdottir“ eða Hljóti gæði, heill og frið, hrund með dyggða gnóttir. Kostum búið kvendi álít, Kristín Gunnarsdóttir.

 • 24 Pallkistill / Coffer (1771)

  Pallkistillinn er allur með fremur grófum skurði. Innanvert á lokinu stendur: „DISA A. 1771“.

 • 2561 Kistill / Coffer (1699)

  Kistill úr beyki en lok og framhlið eru úr eik. Á loki og göflum eru skornar kringlur en áletrun, á framhlið með höfðaletri með böndum og á bakhlið með blendingi af latínuletri og rúnum, er: Vigdís Jónsdóttir á kistilinn með réttu. Á gaflana er skorið ártalið 1699.

 • 2605 Pallkistill / Coffer (1720-1790)

  Pallkistill úr furu. Á lokinu er upphleypt blómskraut. Í miðju er spjald með höfðaletri á: „Þorun io d“ , þ.e. Þórunn Jónsdóttir.

 • 2927 Kistill / Coffer (1789)

  Kistill úr furu. Hann hefur verið litaður með rauðum og ljósbláum lit sem er að mestu máður af. Á lokinu er ártalið 1789 og stafirnir Þ I og D A á bakhlið, þ.e. Þ… J…dóttir á. Á göflunum er útskorið blómskraut.

 • 2954 Kistill / Coffer (1790)

  Kistill úr furu. Hann hefur verið málaður. Á miðju loki er gagnskorin fjöl með stöfunum SBD, sem eru upphafsstafir konunnar sem hefur átt kistilinn. Á hliðar er skorið „ANNO“ og ártalið 1790.

 • 2975 Kistill / Coffer (1702)

  Kistill úr furu. Hann er útskorinn með blaðskrauti og jurtum. Á kistlinum er höfðaleturslína og er áletrunin: „eigandin hlioti a - udnu og lau med - andar fri - di heidur o - g lu(c)ku af himna s - midi og hrekist - ey af giæf - u mide - uti“. Þ.e.: Eigandinn hljóti auðnu og lán / með andar friði / heiður og lukku af himnasmiði / og hrekist ei af gæfu miði úti. Á bakhliðinni er skorið ártalið 1702.

 • 3018 Kistill / Coffer (1700-1800)

  Kistill úr furu. Á loki og hliðum eru einfaldar leggjarósir en á göflum hringmyndaður doppuskurður. Kistillinn hefur verið málaður ljósblár með rauðum, grænum og gulum rósum. Hann er sennilega frá síðari hluta 18. aldar.

 • 3061 Kistill / Coffer (1779)

  Kistill úr greni eða furu. Á hann er skorið „ANNO M 779“ (þ.e. 1779) og fangamarkið M E D, sem eru upphafsstafir konunnar sem átt hefur kistilinn, þ.e. M… E…dóttir.

 • 3143 Kistill / Coffer (1731)

  Kistill úr beyki og eik. Á lokinu er laufaviðarstrengur, í laginu eins og Z. Á hliðum og göflum eru latínustafir: S V Á framhlið er letrað: „?GVDLAVDG - ÞORG - ILS – DOTTERA“. Á annan gaflinn: „KISTI - LENN – MEDR, á bakhlið: IETTVOG - ERVELA - DHRN – VM“, en á hinum gaflinum: „KOME - NN - AN - O1731GLF“, þ.e. Guðlaug Þorgilsdóttir á kistilinn með réttu og er vel að honum komin. Anno 1731 GLF (Guð launi fyrir?).

 • 3280 Pallkistill / Coffer (1700-1800)

  Pallkistill, útskorinn með rósum. Eftir miðju lokinu er listi með höfðleturslínu : „INGEBIØRGGRIMSDOTTERAKITA“ þ.e. Ingibjörg Grímsdóttir á kistuna. Það vantar S, U og N, en þurft hefur að stytta orðið vegna plássleysis.

 • 3291 Kistill / Coffer (1730-1744)

  Kistill, útskorinn stóru höfðaletri á göflum og hliðum þar sem stendur: Þuríður Pálsdóttir á kistuna með réttu og er vel að henni komin. Á göflunum stendur með latínuletri: Anno 1744 og á listanum á lokinu er villuletur, þar stendur: „TYBSYMDLASMABÞGGCSAHLRGYMAN“. Þessir stafir standa fyrir áletrunina: Guðrún Bjarnadóttir á kistuna með réttu. Áletranirnar tvær hafa því væntanlega verið gerðar á ólíkum tímum, eftir því hvaða kona átti kistilinn á hvorum tíma.

 • 4282 Pallkistill / Coffer (1747)

  Pallkistill. Í hann er skorið „ANNO 1747“, og í lokið: „HLIOTE ALLS KINS HEILLA SPA - HAMINGIU LAN OG SOOMA - KISTILINN SEM EIGNAST A - EIKENN BAZU LIOOMA“. þ.e.: Hljóti allskyns heillaspá, hamingju lán og sóma, kistilinn sem eignast á, ei kenn báruljóma.

 • 5027 Kistill / Coffer (1760)

  Kistill, skorinn á hliðum, göflum og loki með einkennilegum og laufa- eða fléttuskurði. Á miðju lokinu er nokkurs konar sporbaugur og þar stendur: „Marsebil Asgrímsdoottir. Anno MDCCLX“, þ.e. Marsibil Ásgrímsdóttir anno 1760.

 • 5397 Stokkur / Box (1700-1800)

  Smástokkur úr furu og beyki í laginu sem bók. Sennilega frá 18. öld.

 • 5458 Kistill / Coffer (1820-1840)

  Kistill úr furu. Á lok, hliðar og gafla eru skornar tvær höfðaleturslínur og eins konar blaðabekkur á milli þeirra. Kistillinn er eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu, Bólu-Hjálmar. Áletrunin hefst á loki, fer svo á framhlið og þaðan hringinn: „KISTANLÆ - STAFGULLI - GEIMERS - TEINASKI - RAEC - KINÆS - TNIEURHE - NIFÆSTOR - MABO – LIDSK“ Þ.e.: Kistan læst af gulli glæst, geymir steina kæra. Ekki næst né úr henni fæst ormabólið skæra. Ormaból merkir gull. Þetta er algeng vísa á útskornum kistlum eftir Bólu-Hjálmar. Vísan er eftir Arngrím Jónsson lærða og er rétt á þessa leið: Kistan læst ef gullið glæst geymir og steina skæra, ekki næst né úr henni fæst orma bólið kæra.

 • 6121 Stokkur / Box

  Stokkur úr furu. Á lok, hliðar og gafla eru skornar tvær höfðaleturslínur: „GUDBIØ - RGIONS - DOTTER - AEINAR - SNES - EAÞE - NNANNS - TOCKEPT - IRFOST – RASIN“ þ.e.: Guðbjörg Jónsdóttir á Einarsnesi á þennan stokk eftir fóstra sinn. Í stokknum er handraði, eða lítið hólf, og á lok hans er skorið: „GULLID“, þ.e. gullið.

 • 6243 Kistill / Coffer (1700-1750)

  Kistill, útskorinn fimm hringum á loki og hliðum, en á göflum eru brugðnir hnútar.

 • 6829 Kistill / Coffer (1780)

  Peningakistill úr furu. Ofan á loki eru útskorin blóm og upphafsstafirnir I S D, sem eru upphafsstafir konunnar sem átt hefur kistilinn, þ.e. I… S…dóttir. Innan á lokið er málað blóm, en á framhlið og bakhlið er útskorið og málað blómskraut. Á framhliðina er einnig skorið og málað ártalið 1780. Gaflarnir eru tvöfaldir og eru ytri fjalirnar útskornar með gagnskornum, hjartamynduðum blómum.

 • 7030 Kistill / Coffer

  Kistill úr beyki og furu. Hann er útskorinn og málaður ýmsum litum.

 • 8650 Stokkur / Box (1783)

  Stokkur úr furu og beyki. Lokið er draglok, málað svart með rauðum röndum umhverfis og eru örmjóar, hvítar rendur milli litanna. Á það eru málaðir með rauðum lit stafirnir JSSEA sem væntanlega þýðir „Jón Sigurðsson eldri á“ eða eitthvað slíkt. Hliðar og gaflar eru máluð á sama hátt, en á annari hliðinni stendur ANNO og á hinni ártalið 1783.

 • 867 Kistill / Coffer

  Stór kistill settur smágerðum, gagnskornum rósum og laufum sem eru nelgd utan á kistilinn. Innan í rós eða laufi að framanverðu er maður á hesti og hinum megin stendur annar maður sem heldur á staupi, drengur með flösku í hendi og kona með háan krókfald á höfði. Kistillinn er gerður af Hallgrími Jónssyni (1717-1785) frá Naustum.

 • 91 Kistill / Coffer

  Kistill með nafnhnút eða „mónógrammi“ á lokinu þar sem má lesa stafina S M D. Utan um er blaðakross og rósaskurðverk á hliðum og göflum.

 • 9227 Kistill / Coffer (1834)

  Kistill úr furu. Á lokinu stendur ANNO 1834. Kistilinn hefur verið málaður grænn.

 • 936 Kistill / Coffer

  Kistill með renniloki, nokkuð stór, málaður rósum á hliðum og göflum. Á lokinu eru 3 gagnskornir stafir: R F D , sem eru upphafsstafir konunnar sem átt hefur kistilinn.

 • 974 Kistill / Coffer

  Kistill, útskorinn rósum. Á báðum göflunum eru dýr sem smjúga gegnum rósirnar en á skrokkinn á þeim er skorið fangamarkið F E D, sem eru upphafsstafir konunnar sem átt hefur kistilinn.

 • 983 Kistill / Coffer

  Kistill úr mahagoni. Hann er skorinn blaðarósum og fléttingum. Á lokinu er sexblaðarós og hringur utan um. Beggja vegna við hana eru hnútafléttingar og blöð til endanna.