Stofa - Kistlar / Woodcarving

5458 Kistill / Coffer (1820-1840)

Kistill úr furu. Á lok, hliðar og gafla eru skornar tvær höfðaleturslínur og eins konar blaðabekkur á milli þeirra. Kistillinn er eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu, Bólu-Hjálmar. Áletrunin hefst á loki, fer svo á framhlið og þaðan hringinn: „KISTANLÆ - STAFGULLI - GEIMERS - TEINASKI - RAEC - KINÆS - TNIEURHE - NIFÆSTOR - MABO – LIDSK“ Þ.e.: Kistan læst af gulli glæst, geymir steina kæra. Ekki næst né úr henni fæst ormabólið skæra. Ormaból merkir gull. Þetta er algeng vísa á útskornum kistlum eftir Bólu-Hjálmar. Vísan er eftir Arngrím Jónsson lærða og er rétt á þessa leið: Kistan læst ef gullið glæst geymir og steina skæra, ekki næst né úr henni fæst orma bólið kæra.
Mynd 30 af 41