Stofa - Kistlar / Woodcarving

3291 Kistill / Coffer (1730-1744)

Kistill, útskorinn stóru höfðaletri á göflum og hliðum þar sem stendur: Þuríður Pálsdóttir á kistuna með réttu og er vel að henni komin. Á göflunum stendur með latínuletri: Anno 1744 og á listanum á lokinu er villuletur, þar stendur: „TYBSYMDLASMABÞGGCSAHLRGYMAN“. Þessir stafir standa fyrir áletrunina: Guðrún Bjarnadóttir á kistuna með réttu. Áletranirnar tvær hafa því væntanlega verið gerðar á ólíkum tímum, eftir því hvaða kona átti kistilinn á hvorum tíma.
Mynd 26 af 41