Stofa - Kistlar / Woodcarving

2008-5-182 Kistill / Coffer (1800-1850)

Kistill úr furu. Útskurður er á loki, hliðum og göflum. Innan við slétta umgjörð er grunnflöturinn dálítið lægri, og á honum er upphleypt skrautverk. Alls staðar eru teinungar eða teinungshlutar. Á lokinu er stór spegil-nafndráttur í hring, sennilega stafirnir F K D eða T K D, sem eru upphafsstafir konunnar sem fyrst hefur átt kistilinn.
Mynd 9 af 41