Stofa - Kistlar / Woodcarving

2008-5-572 Kistill / Coffer (1820-1840)

Kistill úr furu eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu, Bólu-Hjálmar. Grunnt skornir blaðabekkir eru á miðjum hliðum og göflum og stafirnir KMD á miðju loki. Það eru upphafsstafir konunnar sem fyrst hefur átt kistilinn, þ.e. K… M…dóttir. Á kistlinum eru höfðaleturslínur en úr þeim má lesa: „KISTANLÆS - TAFGULLIGL - ÆSTGEIME - RSTEINAKI - ÆRAECK - INÆSTN - IEURHENE - FÆSTORM - ABOLID – SKIÆRA“ Þ.e.: Kistan læst af gulli glæst, geymir steina kæra. Ekki næst né úr henni fæst ormabólið skæra. Ormaból merkir gull. Þetta er algeng vísa á útskornum kistlum eftir Bólu-Hjálmar. Vísan er annars eftir Arngrím Jónsson lærða og er rétt á þessa leið: Kistan læst ef gullið glæst geymir og steina skæra, ekki næst né úr henni fæst orma bólið kæra.
Mynd 12 af 41