Stofa - Kistlar / Woodcarving

6829 Kistill / Coffer (1780)

Peningakistill úr furu. Ofan á loki eru útskorin blóm og upphafsstafirnir I S D, sem eru upphafsstafir konunnar sem átt hefur kistilinn, þ.e. I… S…dóttir. Innan á lokið er málað blóm, en á framhlið og bakhlið er útskorið og málað blómskraut. Á framhliðina er einnig skorið og málað ártalið 1780. Gaflarnir eru tvöfaldir og eru ytri fjalirnar útskornar með gagnskornum, hjartamynduðum blómum.
Mynd 33 af 41