Stofa - Kistlar / Woodcarving

14529 Kistill / Coffer (1819)

Kistill úr furu. Hann er allur útskorinn með höfðaletri. Á öðrum gaflinum stendur ANO og 1819 á hinum. Annar texti er þessi: „AFHENT SIERU T AUD - GRUND BLIDA -ÆDST U - MM IÖFUR HIMN - A RANS HANN SIE VERND ÞIN HE - IMS ASTRIDA HER ÞO MÆDI VIS - TTIL SANS ÞA ENDAST VETRARE - IMDASTRID ADSTOD GUDS ÞAD VEITE - BLID AD SIE OSS VIST SO - SINGIUM GLADAR - SUMAR HA EILIFS HA FAGNADARIADA“ þ.e.: Afhent sértu auðgrund blíða, æðstum jöfur himnarans. Hann sé vernd þín heimsástríða, hér þó mæði víst til sanns. Þá endast vetrar eymdastríð, aðstoð guðs það veiti blíð, að sé oss víst svo syngjum glaðar, sumar [...] eilífs háfagnaðar.
Mynd 5 af 41