Stofa - Kistlar / Woodcarving

8650 Stokkur / Box (1783)

Stokkur úr furu og beyki. Lokið er draglok, málað svart með rauðum röndum umhverfis og eru örmjóar, hvítar rendur milli litanna. Á það eru málaðir með rauðum lit stafirnir JSSEA sem væntanlega þýðir „Jón Sigurðsson eldri á“ eða eitthvað slíkt. Hliðar og gaflar eru máluð á sama hátt, en á annari hliðinni stendur ANNO og á hinni ártalið 1783.
Mynd 35 af 41