Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember


Gripur mánaðarins
  • Páll og reka
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Ævintýraleg verkfæri

MAÍ 2019

1.5.2019

Þjms. 6070 og Á-122

Í ævintýrinu Karlssonur, Lítill, Trítill og fuglarnir koma hin gömlu verkfæri páll og reka nokkuð við sögu, en það eru forn heiti á stunguspaða og skóflu. Verkfæri þessi voru gjarnan notuð saman, pállinn til að stinga með torf og þökur, tað úr fjárhúsum eða mó í mógröfum, en rekan til að moka. Áhöldin voru einnig notuð við túnasléttur, til rista ofan af og pæla flagið, og annað þess háttar sem til féll á dögum gamla bændasamfélagsins.i

Í ævintýrinu segir frá leit karlssonar úr kotinu að týndri kóngsdóttur í framandi ríki, en umhverfið er samt allt íslenskt. Á leiðinni hittir hann tvo karla, Trítil og Lítinn, og hóp fugla. Gefur karlssonur þeim öllum vel af nesti sínu og í staðinn hjálpa þeir honum við að leysa ýmsar þrautir eftir að hann hefur fundið kóngsdótturina í klónum á stórri skessu í dimmum helli. Ein af þessum þrautum er moka hellinn og segist skessan skulu drepa hann ef að hann verði ekki búinn að þessu um kvöldið. Þegar karlssonur ætlar að fara að moka verður rekan blýföst við hellisgólfið þannig að ekki er hægt að bifa henni. Kallar hann þá á Trítil sér til hjálpar sem skipar verkfærunum að hefjast handa: Sting þú páll og moka þú reka. Fóru áhöldin þá af stað uns hellisgólfið var orðið tandurhreint. Í sögulok eignast karlsson svo kóngsdótturina og allt ríkið.ii

Páll sá sem hér er til umfjöllunar er af venjulegri gerð, um 90 sm á hæð, með skafti úr furu og þverhandfangi, um 23 sm löngu blaði úr járni og fótstigi úr sama efni öðru megin. Blaðið er lítið eitt sprungið og ryðgað og komnir brestir í skaftið. Ekki er kunnugt um hvaðan af landinu pállinn er. Hann er talinn vera frá 19. öld en gerðin er gömul.iii Notkun slíkra áhalda var hætt eftir að járnskóflur tóku að berast til landins á fyrri hluta 20. aldar. Elstu heimildir um pál hér á landi, einnig kallaður pálreka eða stungupáll, eru í fornritum, t.d. Gunnlaugs sögu ormstunguiv sem rituð er á síðari hluta 13. aldar.

Rekan er frá Ytri- Fagradal í Dalabyggð og fannst við mótekju á miklu dýpi. Hún er 85 sm á lengd og smíðuð úr greni, með bogadregnu blaði sem er 21 sm á breidd en nokkuð ólögulegu. Hún er talin vera frá miðöldum og hefur þá sennilega glatast við mógröft.v Hægt er að skoða bæði pálinn og rekuna á grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands.

Elsta varðveitta reka hér á landi er frá Indriðastöðum í Skorradalvi og er hún tímasett til 12. aldar út frá rúnaristu sem er á spaðanum.vii Einnig er getið um rekur í fyrrgreindri Íslendingasögu. Páll og reka eru því sennilega dæmi um áhöld sem landnámsmenn tóku með sér til fyrirheitna landsins.

Þótt pállinn og rekan í sögunni séu sett í vinnu með töfrum, án þess að mannshöndin komi þar hvergi nærri, eru þau eftir allt saman ekkert ævintýraleg heldur endurspegla þau íslenskan hversdagsleika og verkmenningu um miðja 19. öld, þegar sagan var skrásett, og drauminn um að allir geti meikað það, hvort sem það er í fantasíu eða veruleika.

Ágúst Ólafur Georgsson

Myndatexti 1: Páll (Þjms./Á-122).
Myndatexti 2: Reka frá Ytri-Fagradal í Dalabyggð (Þjms. 6070).

 


i) Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Íslenzkir þjóðhættir. Einar Ól. Sveinsson bjó undir prentun. Þriðja útgáfa (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1961), bls. 60.

ii) Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri II. Safnað hefur Jón Árnason. Árni Böðvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuðust útgáfuna (Reykjavík: Bókaútgáfan þjóðsaga 1954), bls. 424-427. – Þetta þjóðsagnaminni kemur fyrir í fleiri ævintýrum, sjá t.d. sama rit, bls. 442-445.

iii) Þjms., Á-122, http://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=349500.

iv) “Gunnlaugs saga ormstungu”, Íslenzk fornrit III, Borgfirðinga sögur. Sigurður Nordal og Guðni Jónsson gáfu út (Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1938), bls. lx og 53.

v) Þjms., 6070, http://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=311408.

vi) Þjms., 11687, http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=11687&filter=1023&museumID=1&typeID=15.

vii) Þórgunnur Snædal, “Rúnaristur á Íslandi”, Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 2000-2001, bls. 40.

 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica