Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar -

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • 6-Juni-leikfong-x2
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Einföld leikföng - stórbrotnir leikir

JÚNÍ 2021

31.5.2021

Þjms. 1979-337
Þjms. 1986-385

Leikföng finnast sjaldan við fornleifauppgröft. Hugsanlega er ástæðan sú að hvað sem er getur orðið barni að leik og að leikföng beri ekki hlutverk sitt í útlitinu. Það geta verið skeljar eða óvenjulegir steinar. Hægt er að hugsa sér tusku bundna í vöndul til að útbúa fyrirtaks brúðu. Ímyndunaraflið sér svo um rest. Slík barnagull geta haft mikla þýðingu fyrir eigendur sína en tapa merkingunni þegar ímyndunarafl eigandans fylgir ekki lengur með.

Á árunum 1978-1990 stóð yfir fornleifarannsókn á Stóru-Borg. Rannsóknirnar sýndu fram á langa búsetu á svæðinu og fjölda bygginga, hverja undir annarri í bæjarhól, enda sífellt endurbyggt á sama staðnum. Kynslóðirnar hafa búið þarna saman og að sjálfsögðu hafa börn átt leikföng þar eins og annars staðar.

Gripir mánaðarins, sem hér eru sýndir, eru litlar tréfígurur frá Stóru-Borg. Ólíkar og líklega ekki gerðar af sömu manneskjunni. Fígúrurnar fundust ekki á sama stað en báðar eru taldar frá 18. öld. Þetta eru karl og kerling í svipaðri stærð, karlinn þó heldur hærri. Þessar fígúrur mætti túlka sem leikföng hvort sem þau hafa verið notuð af börnum í búleik eða í öðrum tilgangi.

Karlinn er allur einfaldari í útskurði. Hann stendur með gleiða fætur og hugsanlegt er að hann hafi verið tálgaður til að sitja tréhest, allavega ímyndaðan hest. Hann er með myndarlegt skegg og líklega er hann gerður úr trjágrein, enda langur og sívalur.

Kerlingin er af allt öðrum toga. Hendur hennar liggja tálgaðar saman að framanverðu. Hún er með hátt höfuðfat og pilsið er lagt fellingum að aftan. Ólíkt einfaldri gerð karlsins mótar fyrir andliti á kerlu þó það sé nú frekar máð.

Líklega eru báðar fígúrurnar heimagerðar eins og flest annað á þeim tíma. Einföld leikföng geta verið uppspretta stórbrotinna leikja þegar ímyndunaraflið nær flugi.

Anna Leif Auðar Elídóttir

Heimildir:

Gyða Gunnarsdóttir. (2004). Barnagaman: leikir og leikföng í aldir. Í Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (ritstjórar), Hlutavelta tímans: menningararfur á Þjóðminjasafni (bls. 352-361). Reykjavík, Þjóðminjasafn Íslands.

Sarpur.is. Brúða, Leikfang. Sótt af: https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=15041

Sarpur.is. Leikfang. Sótt af: https://www.sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=460933

Stóra-Borg: fornleifarannsókn 1978-1990: sýning í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands júlí-nóvember 1991. [texti í sýningarskrá Mjöll Snæsdóttir, Þórður Tómasson; ensk þýðing Anne Cotterill] Reykjavík, Þjóðminjsafn Íslands, 1991.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica