Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar -

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • 5-Mai-lausnarsteinar-1980-79-751a-og-1752-002-
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Lausnarsteinn

MAÍ 2021

30.4.2021

Númer: 1980-79

Gripur fundinn hjá Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði á Ströndum árið 1936.

Náttúrusteinar hafa löngum fylgt manninum til verndar, gæfu eða lækninga. Samkvæmt þjóðtrú hefur helgiblær, viska og vernd verið tengt steinum af ýmsum gerðum. Þeir fegurstu hafa skreytt helgidóma og konungleg djásn en aðrir tengja manneskjuna við náttúruna. Lausnarsteinn er ein tegund náttúrusteina sem áður fyrr var talið búa yfir margvíslegum kyngikrafti. Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, má finna tvo slíka steina innan um áhöld til lækninga í tímabilinu 1600-1800, þegar landlæknisembættið er stofnað á Íslandi á átjándu öld.

Lausnarsteinn er ekki steinn heldur fræ, svo kölluð ,,sjávarbaun” (e. Sea heart), trékenndrar vafningsjurtar af belgjurtaætt (e. EntadaScandens) sem vex á hitabeltisslóðum og berst að ströndum Íslands með Golfstraumnum. Steinninn er hjartalaga eða eins og lambsnýra, harður og sléttur, dökkur eða svarbrúnn á lit, mjúkur og ávalur sem fer vel í lófa. Fræbelgurinn getur orðið allt að einum metra en fræin sjálf að hámarki 6 x 5 cm. Lausnarsteinar hafa verið notaðir í skartgripi og silfurslegnar tóbakspontur þar sem þeir eru holir að innan.5-Mai-lausnarsteinar-1980-79-002-

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir frá því hvernig farið er að því að verða sér út um lausnarstein. Á Vítismessunótt, þann 15. júní, er ráð að múlbinda arnarunga í hreiðri. Assan sækir þá ýmsa náttúrusteina. Ber hún hvern stein undir nef unganna og þegar sá rétti er fundinn leysir hann múlinn af ungunum. Þá þarf að hafa hraðann á til þess að ná steininum áður en assan hverfur aftur með steininn og sekkur honum á fertugt djúp svo enginn hafi not af honum meir.

Í Tímariti hins íslenzka bókmenntafélags frá 1894 er þess getið að þessi sögn tengist eldri sögnum um Óðin og hrafnsteininn sem gegndi einnig því hlutverki að losa um alla fjötra og hjálpa konum í barnsnauð. Talið var að sá sem ætti slíkan stein hefði selt kölska sál sína og gæti riðið „loptförum líkt og valkyrjur, fordæður og seiðkerlingar.“

Í spurningaskrá þjóðháttasafns Þjóðminjasafnsins, merktri 1963-2 Barnið; fæðing og fyrsta ár, má finna ýmsan fróðleik um notkun lausnarsteina í alþýðumenningu Íslendinga. Ljósmæður eða yfirsetukonur töldu steininn nytsamlegan til þess að aðstoða konur við fæðingu með því að leggja hann á brjóst konunnar. Margar aðrar aðferðir eru tilgreindar svo sem að hita steininn og leggja á maga fæðandi konu, leggja hann í bleyti í frönsku hvítvíni sem konan saup á, gera af honum seyði eða skafa af steininum út í volgt vatn til drykkjar. Ef fæðing gekk illa var steinninn lagður undir koddann eða upp við vinstra læri konunnar. Til þess að slaka á grindarbotninum var steininum stungið undir tungu konunnar eða í lófann til þess að kreista. Í frásögnunum voru lausnarsteinar á heimilum fólks nokkurs konar erfðagripir sem gengu á milli kynslóða kvenna. Ekki var alltaf vitað hvort þeir hefðu verið notaðir en talið gott að vita af þeim nálægum á heimilinu eða í tösku ljósmóðurinnar.

Lausnarsteinar og töframáttur þeirra eru ef til vill hindurvitni í hugum margra. Ljósmóðirin Hildur Kristjánsdóttir, þá formaður Norðurlandasamtaka ljósmæðra, (NJF), gaf norska ljósmæðrafélaginu á 100 ára afmæli þeirra, lausnarstein, útskorinn úr birki sem tákn um hvað ljósmóðurhlutverkið stendur fyrir og sameiginlegan Norrænan arf. Mikil gæfa fyrir ljósmóður þótti að eiga lausnarstein, þó svo frásagnir af þeim væru mismunandi milli landa. Fyrsta fræðibókin sem gefin var út hér á landi um ljósmóðurfræðin og ljósmóðurlist var nefnd Lausnarsteinar. Þar er vísað til sérstöðu ljósmóðurfræðinnar og þeirrar þekkingar sem býr í reynslusögum ljósmæðra. Það má því segja að hinn sameiginlegi arfur alþýðumenningarinnar sé enn lifandi þar sem sótt er í hulda náttúrukrafta meðfram gagnreyndri vísindalegri þekkingu.

Anna Þorbjörg Toher

Heimildir:

Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir. (2004). Hlutavelta tímans: Menningararfur á Þjóðminjasafni. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Helga Gottfreðsdóttir og Sigfríður Inga Karlsdóttir. (2009). Lausnarsteinar: Ljósmóðurfræði og ljósmóðurlist. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.

Hildur Kristjánsdóttir. (2008). Lausnarsteinar. Ljósmæðrablaðið, 2. tölublað, 36-37. Sótt af https://timarit.is/page/5449710?iabr=on#page/n35/mode/2up/search/lausnarsteinn

Jón Árnason. (1954). Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, 1. bindi. Reykjavík: Þjóðsaga.

Ólafur Páll Jónsson. (2001). Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann? Vísindavefurinn, 30. júlí 2001. Sótt 27. apríl 2021. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1821

Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn. Barnið; fæðing og fyrsta ár. Þjóðháttasafn 1963-2. Sótt af https://sarpur.is/Spurningaskra.aspx?ID=531280

Sarpur: Menningarsögulegt gagnasafn. Lausnarsteinn. Þjóðminjasafn Íslands. Sótt af https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=339335

Sæm. Eyjólfsson. (1894). Um Óðin í alþýðutrú síðari tíma. Tímarit Hins íslenzka bókmenntafélags (1880-1904). Sótt 27. apríl 2021. Sótt af https://timarit.is/page/2319516

Skessuhorn. (2020). Boðar gæfu að hafa lausnarstein við fæðingar. Skessuhorn: Fréttaveita Vesturlands, 8. apríl 2020. Sótt af https://skessuhorn.is/2020/04/08/bodar-gaefu-ad-hafa-lausnarstein-vid-faedingar/


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica