Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2010

    janúar


Gripur mánaðarins
  • Fermingarkjóll
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Fermingarkjóll

JÚNÍ 2018

1.6.2018

Þjms. 2012-40

Svo lengi sem börn hafa verið tekin til ferminga á Íslandi hefur það tíðkast að þau klæddust sparifötum eins og jafnan var siður þegar fólk fór til kirkju. Fermingarfötin sögðu þó oft til um mismunandi efnahag fólks því ekki höfðu allir efni á að afla sér vandaðs klæðnaðar af þessu tilefni. Muninn á hinum ríku og hinum fátæku mátti því glöggt ráða af klæðnaði fermingarbarnanna eins og margar frásagnir greina frá.Fermingarkjóll-2Nokkur hefð var þó komin á klæðnað fermingarbarna um 19201 þegar ráðandi fermingartíska var sú að drengir klæddust dökkum jakkafötum en stúlkur hvítum eða ljósum kjólum. Það þekktist líka að stúlkur fengju annan sparikjól til að klæðast eftir ferminguna og einnig fermdust sumar stúlkur í upphlut.2 Reyndu allir, jafnt efnaminna fólk sem aðrir, að leggja metnað sinn í að láta börn sín klæðast vönduðum flíkum við ferminguna sem var þá ein mikilvægasta athöfnin í lífi unglingsins líkt og í dag. Engu að síður þótti það oft átakanlega ljóst að ekki gátu allir veitt börnum sínum vandaðan og dýran fermingarklæðnað og var það ein helsta ástæða þess að teknir voru í notkun hvítir fermingakyrtlar sem bæði kynin klæddust. Var það gert að tilstuðlan sr. Jóns M. Guðjónssonar, prests á Akranesi, og fór fyrsta ferming barna í kyrtlum fram árið 1954.3 Ekki var það þó algilt að allar kirkjusóknir tækju upp notkun slíkra kyrtla það ár því systir þeirrar sem þetta ritar fermdist í Stafholtskirkju, Stafholtstungum í dökkbláum taftkjól um hvítasunnuna 1955. Litur kjólsins mun hafa verið valinn af hagnýtum ástæðum því lengi vel var sá kjóll notaður sem dýrindis ballkjóll.

Sá fermingarkjóll sem hér er valinn sem gripur júnímánaðar er á hinn bóginn ljósleitur eins og algengast var. Hann saumaði Guðfinna Árnadóttir, Akri á Eyrarbakka fyrir Guðrúnu Sigurmundardóttur frá Einarshöfn á Eyrarbakka sem fermdist í honum árið 1942. Kjóllinn er úr rjómalituðu sirsi4, vélsaumaður og afar vandaður að allri gerð. Hann er skósíður og útvíður neðan við mitti og er sérstakt miðjustykki sniðið að framanverðu fyrir ofan mittið sem myndar odd (spíss) fyrir miðju bæði að ofan og neðan. Frá hálsmáli og niður að efra oddi miðjustykkisins eru rykkingar og sömuleiðis efst á ermum við handveg og mynda með því svo nefndar púffermar. Ermarnar eru svo sniðnar í odd fremst sem leggst fram á handarbökin og smelltar um úlnlið með litlum smellum, sín hvoru megin. Kjóllinn er hnepptur við hálsmál að aftanverðu með einum yfirdekktum hnappi úr sama efni og kjóllinn. Langir mittisborðar eru saumaðir í hliðar og hnýttir saman að aftan í stóra slaufu.
Ástand kjólsins er gott að undanskildum nokkrum örsmáum götum.

Þessi flík er einstaklega falleg og hefur sómt sér vel á þeirri fermingarstúlku sem henni hefur klæðst.

Gróa Finnsdóttir

 Heimildir:

Árni Björnsson (1996). Merkisdagar á mannsævinni. Reykjavík: Mál og menning.
Elsa E. Guðjónsson. (1953). Dúkur og garn. Leiðbeiningar um vefjarefni. Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja.
Sarpur.is – Svör við spurningaskrá nr. 56: Lifnaðarhættir í þéttbýli V.

 

 


1) Árni Björnsson bls. 183.
2) Sarpur.is – Svör við spurningaskrá nr. 56.
3) Árni Björnsson bls. 184.
4) Í bók sinni Dúkur og garn gefur Elsa E. Guðjónsson þessa lýsingu á sirsi, bls. 120: „Bómullarefni með áþrykktum munstrum, oft í skærum litum. Oftast heldur gisin og með mikla steiningu. Einskefta. Notað í sloppa, telpukjóla o.fl.“


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica