Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar -

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • 8-Agust-Golfsett-2003-13
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Golfsett

ÁGÚST 2021

31.7.2021

nr. 2003-13

Gripur Þjóðminjasafnsins fyrir ágústmánuð er golfsett í brúnni leðurlíkistösku með ellefu kylfum og þremur númeruðum kylfuhlífum úr grænu bómullarefni. Settið kemur úr eigu Halldórs Péturssonar, teiknara og myndlistamanns sem gefið var safninu af dóttur hans Ágústu Halldórsdóttur, árið 2003. Halldór fékk settið notað frá Birni bróður sínum sem var virkur meðlimur í Golfklúbbi Íslands.

Golf, eða kólfleikur mun vera upprunninn í Skotlandi þótt heimildir greini frá einhvers konar kólfleik sem stundaður var í Hollandi á 16. öld. Bent er á að orðið golf geti verið komið af hollenska orðinu kolve sem þýðir kylfa. 1 Golfíþróttin er tiltölulega ný íþrótt á Íslandi og var ekki stunduð með markvissum hætti hér fyrr en Golfklúbbur Íslands var stofnaður í Reykjavík árið 1934 og var nafni hans síðar breytt í Golfklúbb Reykjavíkur árið 1947.2 Klúbburinn bjó sér til golfvöll í túni bæjarins Austurhlíðar í Laugardalnum3 en einnig höfðu klúbbarnir í fyrstu aðstöðu norðan í Öskjuhlíðinni.4 Síðan þá hefur golfíþróttinni á Íslandi vaxið verulega fiskur um hrygg og í dag státa flest sveitarfélög landsins af veglegum og fallegum golfvöllum.

Talið er að þeir Íslendingar sem tök höfðu á að ferðast til útlanda upp úr aldamótunum 1900 hafi kynnst íþróttinni og sagt frá henni þegar heim var komið þannig að golfáhugi þjóðarinnar vaknaði smám saman. Í tímaritinu Skírni árið 1906 greinir Þorvaldur Thoroddsen, landfræðingur, til dæmis þannig frá golfvöllum í St. Andrews, Skotlandi:
„Hér er aðalheimkynni hnattleika þeirra, sem kallaðir eru »golf« og Skotar leggja mikla stund á. Tvisvar á ári (í maí og október) eru stórir hnattleikafundir í St. Andrews og kemur þangað múgur og margmenni.“5

Í byrjun 20. aldarinnar þegar erlendir laxveiðimenn fóru að stunda laxveiðar á Íslandi sást einnig til þeirra vera að slá golfboltum á sléttum árbökkum eða grasflötum og árið 1912 fréttist að fundist hefðu „hvítar kúlur”6 á bökkum Laxár í Aðaldal…

Þótt fólk af öllum stéttum stundi golfíþróttina í dag í sívaxandi mæli, ekki síst á Íslandi, er ljóst að golfið var fyrst og fremst íþrótt hinna ríku og efnameiri eins og segir í tímritinu Kylfingnum frá 1935:
„Kólfleikur var áður leikur yfirstéttarmanna, sem höfðu efni á að kaupa dýr landflæmi og láta breyta þeim í leikvöll.“

Síðan eru kostir golfleiksins tíundaðir og hann sagður vera:

„…við hæfi allra, ungra og gamalla, íþróttamanna og kyrsetumanna. Það má iðka hann einn sér og með mörgum félögum. Það má fara hart eða hægt yfir. […] Kólfleikurinn er eins og gönguför út um grænar grundir, gönguför, sem ekki þreytir, af því hún hefir takmark. Það kostar lag og leikni, samstilling flestra vöðva að skjóta kólfinum. En þó misjafnlega takist, þá er alltaf von um að betur takist næst. Leikurinn ofreynir engan. Það er hægt að byrja að iðka hann á öllum aldri og halda áfram til æfiloka. Hann hefir gefið kyrsetumönnum nýjan þrótt, taugaveikluðum jafnvægi og hvíld, og öllum veitir hann hressandi gönguför í grænu grasinu, djúpan andardrátt af heilnæmu lofti og það kapp, sem fylgir hverjum leik, sem hefir mark og mið.“

Þótt golfíþróttin geti ekki talist lengur íþrótt „yfirstéttarmanna” og hinna efnameiri fylgir því óneitanlega nokkur kostnaður að stunda hana. Allur búnaður sem fylgir íþróttinni er enn talsvert dýr og jafnframt eru enn þá gerðar strangar kröfur um klæðaburð fólks inni á golfvöllunum. Sömuleiðis hefur ákveðin tíska fylgt þessari grein frá upphafi og hafa viss orð úr tískuheimi golfiðkenda meir að segja orðið til yfir klæðnað almennings. Nægir þar að nefna sem dæmi nafnið golftreyja, þ.e. hneppt peysa. Það er því vissulega ánægjulegt að þessi holla íþrótt hafi náð almennum vinsældum í dag eins og raun ber vitni og fari nú sem  „…kólfi væri skotið um löndin.“7

Gróa Finnsdóttir

Heimildir:

Aðfangabók Þjóðminjasafnsins 21.6.2003.

Ingimar Jónsson. (2004). Íþróttir og líkamsmenning: frá glímu og sundi í golf og blak. Í Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (ritstj.) Hlutavelta tímans: menningararfur á Þjóðminjasafni, bls. 362-371. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Steinar J. Lúðvíksson og Gullveig Sæmundsdóttir. (2012). Golf á Íslandi: saga golfíþróttarinnar á Íslandi 1942 til 2012. Reykjavík: Golfsamband Íslands.

Út um grænar grundir. (1935). Kylfingur 1(1935)2, bls. 18-22.
https://timarit.is/page/5100453#page/n3/mode/2up

Vísindavefurinn. “Hver fann upp golf?” https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5965

Þorvaldur Thoroddsen. (1.12.1906). Ferðaþættir frá Bretlandi. Skírnir 80(1.12.1906), bls. 320.

 


1) Vísindavefurinn
2) Ingimar Jónsson, bls. 370
3) Steinar J. Lúðvíksson, Gullveig Sæmundsdóttir, bls. 5
4) Aðfangabók Þjms. 21.6.2003
5) Þorvaldur Thoroddsen, bls. 320
6) Steinar J. Lúðvíksson, Gullveig Sæmundsdóttir, bls. 6
7) Kylfingur bls. 21


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Algengar spurningar
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
      • Beiðni um lán á safngrip til sýninga
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
      • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Afhending gagna úr fornleifarannsóknum
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • FAQ
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Accessibility
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica