Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar -

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Griffilspjald (B-1990-11-6)

September 2014

1.9.2014

...en hvar kveiki ég á því?

Griffilspjaldið líkist fljótt á litið spjaldtölvu. En ólíkt spjaldtölvunni gengur það ekki fyrir rafmagni. Það er líklegt að hönnuður fyrstu spjaldtölvunnar hafi leitað innblásturs í einfalt form griffilspjaldsins og kannski að einhverju leyti í notagildið.

Eins konar æfingarspjald

Griffilspjald (e. slate) er þunn plata gerð úr flögubergi, lögð inn í viðarramma og minni en A4 blað að stærð. Griffilspjöld urðu algeng á Íslandi í kringum aldamótin 1900 og voru notuð af nemendum allt fram á 20. öld. Líklega má rekja vinsældir spjaldsins til þess að pappír var fram eftir 20. öldinni bæði sjaldgæfur og dýr. Spjaldið var nýtt til að skrifa eftir forskrift, til að leysa reikningsdæmi sem kennarinn hafði skrifað upp á töflu eða til að teikna. Með því fylgdi griffill til að skrifa með og svampur eða tuska til að þurrka af spjaldinu. Spjaldið var hægt að nota oftar en einu sinni, en með því að stroka út skriftina mátti byrja aftur á auðum fleti.

Skólaskyldan og upphaf barnaskóla á Íslandi

Á Íslandi er skólaskylda. Fyrsta lagasetningin um barnafræðslu er frá árinu 1907. Við upphaf lagasetningarinnar tók skólaskyldan aðeins til 9 til 14 ára barna. Bekkjum 8 og 7 ára barna var síðan bætt við barnaskólann á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Þá höfðu margir bæir þegar stofnað barnaskóla en minni hreppar höfðu farkennara á sínum snærum sem ferðuðust á milli sveitabæja og kenndu aðallega lestur, skrift og reikning. Þannig réði búseta í þéttbýli eða dreifbýli sem og forgangsröðun og efnahagur foreldra miklu um lengd skólavistar.

Nútíminn og réttur barna til náms

Núna eiga öll börn á Íslandi á aldrinum 6 til 16 ára að ganga í skóla stærstan hluta ársins (Lög um grunnskóla, 2008). Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (1992, 28.-29. gr.) er fjallað um rétt barna til náms. Þar kemur fram að grunnmenntun skuli vera ókeypis og við hæfi hvers nemanda. Menntun snýst samkvæmt Barnasáttmálanum um mannrækt og mannréttindi. Mælst er til þess að menntun stuðli að bæði vitund og virðingu fyrir menningararfleifð þjóða heimsins og að hún búi börn undir þátttöku í samfélaginu.

Nú er hafið nýtt skólaár. Óskrifað spjald gæti vaxið einhverjum í augum. Þá má rýna betur í myndina og greina gamla skrift eða teikningu.

Ingunn Jónsdóttir


Heimildir:

Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna. (1992). Sótt af http://www.barnasattmali.is/barnasattmalinn/barnasattmalinnheildartexti.html

Sarpur Menningarsögulegt gagnasafn. (e.d.). Sótt af http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=337519

Lög um grunnskóla 2008 nr. 91 12. júní. (2008). Sótt af http://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýning
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Kaupa miða
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Bókun skólahópa
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Leita í safneign
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Book your ticket now
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17 - lokað mánudaga
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica