Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember


Gripur mánaðarins
  • Kristróða frá Frakklandi
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Kristsróða frá Frakklandi

ÁGÚST 2017

1.8.2017

Þjms. 4751.

Tengsl Íslendinga við umheiminn hafa löngum verið umtalsverð. Á miðöldum var kirkjan voldug. Forráðamenn kirkna voru í aðstöðu til þess að útvega og kaupa góða gripi til trúariðkunar og prýðis í kirkjum. Í Þjóðminjasafni Íslands sér þessa glögg merki og varðveittir kirkjugripir vitna um menningar- og viðskiptasambönd Íslendinga suður um Evrópu.

Gripur ágústmánaðar er lítil róða, kristsmynd úr kopar, framleidd  í Limoge í Frakklandi á 13. öld. Líkneskið er í rómönskum stíl. Kristur breiðir hendur út og fætur eru samsíða á stalli. Á höfði hans er þrískipt kóróna. Líkneskið er algyllt, naglagöt eru á höndum, fótum og á brjósti enda hefur myndin upphaflega verið fest á kross. Þrískipt kóróna er á höfði frelsarans. Lendaklæðið er úr bláu smelti og mittisbandið grænu. Í augntóftum eru bláir steinar. Leifar af rauðu smelti eru neðan við kórónuna, á fótum og höndum sem tákna blæðandi sár eftir nagla.

23. maí sl. var opnuð í Slottfjellsmuseet í Túnsbergi í Noregi sýning sem ber heitið Konungsveldið Hákon Hákonarson 1217 – 1263. Á þeim tíma laut Ísland norsku krúnunni og tengsl þjóðanna voru mikil. Nokkuð var úr vöndu að ráða þegar leitað var eftir að fá á sýninguna grip frá Íslandi sem skyldi vera fulltrúi eyþjóðarinnar með ekki minni praktgrip en sjálfri Konungsskuggsjá. Fyrir valinu varð þessi vel varðveitta franskættaða róða, sem er úr kirkjunni í Ásum í Skaftártungu. Hún kom til safnsins árið 1900 en í máldaga kirkjunnar árið 1343 er þess getið að kirkjan eigi smeltan kross. Á sýningunni í Túnsbergi eru og valdir gripir sem fundist hafa í miklum fornleifarannsóknum þar í bænum er fóru fram á seinustu öld.

Fleiri sambærilegar róður eru í Þjóðminjasafni Íslands og einstaka hlutar af skrauti sem prýtt hafa helgidómaskrín. Slík skrín eru varðveitt í Danmörku og víða um lönd en ekkert er heilt til frá Íslandi. Það er merkilegt að á 19. öld fannst í jörðu í Ásum smelt húslaga plata sem gæti hafa verið í helgiskríni. Sú plata skilaði sér til Íslands árið 1974 þegar Hans Kuhn prófessor í Hamborg gaf hana til safnsins. Þessir tveir gripir verða til þess að maður getur gert sér í hugarlund hvernig hefur  verið um að litast í Ásakirkju fyrri alda sem var svo vel búin dýrmætum gripum.

Að lokum er vert að geta þess að í Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn eru varðveitt tvö bókaspjöld með frönsku smelti sem send voru út til varðveislu árið 1843 til fyrirrennara Þjóðminjasafnsins, Kunstkammeren. Þau voru í Grundarkirkju í Eyjafirði en í máldaga kirkjunnar um 1318 voru í kirkjunni tvö textaspjöld.

Lilja Árnadóttir

Dæmi um Limoge krossa í Þjóðminjasafni Íslands er kross úr Draflastaðakirkju í Fnjóskadal, Þjms. 788 http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=334233

Kross úr Tungufellskirkju í Hrunamannahreppir, Þjms. 7032 http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=337770

Skrínhluti, jarðfundinn í Ásum í Skaftártungu, Þjms. 1974-125

http://sarpur.is/Leit.aspx?search=1974-125&filter=1023&museumID=1&typeID=15

Ítarefni:

Þór Magnússon, Limoge-verk á Íslandi, Yrkja, bls.270-276. Reykjavík 1990.

Kirkja og kirkjuskrúð - Miðaldakirkjan í Noregi og á Íslandi. Reykjavík 1997.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica