Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember


Gripur mánaðarins
  • Trafakefli
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Trafakefli

SEPTEMBER 2017

1.9.2017

Þjms. 11303.

Gripur mánaðarins er að þessu sinni trafakefli – kefli til að slétta tröf (efni). Má segja að slíkir gripir séu eins konar fyrirrennarar straujárna því þau voru notuð til að slétta klúta og annað fínlegt efni og gáfu karlmenn gjarnan unnustum sínum þessa kjörgripi sem tákn um tryggð og ást. Almennur viðarskortur í landinu um aldir olli því að farið var af lotningu með þann við sem til féll og í því sambandi þótti rekaviður mikil gersemi. Beyki var eftirsóknarvert og einnig lerki þótt fura hafi trúlega verið algengasta viðartegundin sem notast var við. Vitað er að trafakefli voru notuð eitthvað fram á 20. öld en létu þó smám saman undan svo kölluðum pressujárnum sem hægt var að hita á eldi.1 Því má segja að með því hafi merkilegur hluti alþýðulistar landsins lagst af því þótt oft hafi efniviðurinn verið lélegur og áhöldin frumstæð þá báru þessir gripir með sér ótrúlega leikni og listfengi og listþörf venjulegs alþýðufólks.

Trafakeflin voru gerð úr tveimur hlutum, yfirkefli og sívölu undirkefli og lýsir Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns Þjóðminjasafnsins, almennri gerð keflanna á þennan veg í bókinni Hlutavelta tímans:

„Hið efra er jafnan fagurlega skorið á hliðum og að ofan en slétt að neðan. Neðri fleti var ætlað að strjúkast við neðra keflið sem er sléttur sívalningur. Fátt er til af neðri keflum enda hafa þau að mestu verið óskreytt. Þeim mun glæsilegra var efra keflið, skorið jurtaskrauti, áletrunum, vísum, nöfnum og fangamörkum og fram úr keflinu stóð oft heilskorin hönd eða mannvera. Sömuleiðis er yfirleitt heilskorið stykki við neðri enda. Mynda þessir endar einskonar handföng fyrir þann kvenkost sem ætlaði að slétta tröf sín.“2

Það trafakefli sem hér varð fyrir valinu er með þeim elstu sem safnið geymir og er frá árinu 1617. Það er frá bænum Ási í Hegranesi í Skagafirði og er gert úr furu. Það er ríflega 33 sm að lengd, breiddin er um 8 sm og þykktin 5 sm. Að ofanverðu til annars enda er útskorið handfang líkt og hálfkreppt hönd en á hinum endanum er snákstrjóna sem „hornin“ hafa þó verið sneidd af. Gripurinn er fimmstrendur og allur settur letri sem ýmist er latínuletur eða höfðaletur en lítið er um skraut að frátöldum nokkrum þríhyringum. Auk þess eru tveir ferhyrningar á gripnum og er letrað „16“ á annan og „17“ á hinn sem merkja ártalið 1617. Á endum hliðarflatanna eru einnig afmarkaðir fletir með ágröfnum stöfunum S A R og D. Á flötunum fimm má síðan lesa: Hlioottu / sigur / sæmd / og / pris / sifelt / ævi / langa / a / valt / sie /þir / verndenn / vis / viken /eidenn... Ekki hefur verið pláss fyrir síðasta orðið sem gæti rímsins vegna verið „stranga“ eða eitthvað álíka. Sé þetta trafakefli borið saman við önnur kefli í eigu Þjóðminjasafnsins verður ekki sagt að útskurðurinn á því sé sérlega vandaður. Það er þó merkilegt sökum aldurs þess og einnig sýnir það glöggt þörf alþýðulistamanns til að tjá sig með þessum hætti þótt bæði kunnáttu og efni sé ábótavant.

Fyrir fáum árum kom hingað á Þjóðminjasafnið bandarískur listfræðingur að nafni Jay Raymond til að skrá og rannsaka þau nærfellt 180 trafakefli sem safnið hefur að geyma. Naut hann aðstoðar nokkurra starfsmanna safnsins og kom jafnframt færandi hendi og gaf bókasafni Þjóðminjasafnsins nýjustu bók sína, Streamlined irons, eða Straumlínulöguð straujárn. Um fjórum árum síðar kom hann aftur til safnsins og þá með öllu veglegri bókagjöf. Þar var um að ræða afurð rannsókna hans um trafakefli á Íslandi, Skandinavíu, Hollandi og Þýskalandi. Bókin er ein sú vandaðasta og veglegasta sem undirrituð hefur séð og því sannkallaður dýrgripur auk þess sem hún hefur að geyma dýrmætar heimildir og skrásetningu á þessum sérstæðu hlutum, auk þess að vera mjög fagurlega myndskreytt. Hún mun vera sú eina sinnar tegundar í heiminum sem eingöngu fjallar um trafakefli. Ýmislegt hefur þó verið ritað um íslensk trafakefli og þó kannski sérstaklega þann fagra útskurð sem prýðir flest þeirra. Má þar sem dæmi nefna dr. Ellen Marie Magerøy og einnig Lilju Árnadóttur, sviðsstjóra munasafns Þjóðminjasafnsins (sjá meðf. heimildir). Það er því til nægur efniviður í ítarlegri rannsóknir á þessum merkilegu gripum sem segja mikla sögu um listfengi og þjóðlíf íslensks alþýðufólks fyrr á öldum.

Gróa Finnsdóttir

 Trafakefli

Nokkrar heimildir og ítarefni:

Lilja Árnadóttir. (2004). Útskurður. Skorið í tré, horn og bein. Í Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (ritstj.) Hlutavelta tímans. Menningararfur á Þjóðminjasafni, bls. 290-301. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Lilja Árnadóttir o.fl. (2008). Yfir hafið og heim. Íslenskir munir frá Svíþjóð. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Magerøy, Ellen Marie. (1958-1965). Íslenskur tréskurður í erlendum söfnum. Árbók Hins íslenska fornleifafélags. [Greinar í 6 hlutum]

Raymond, Jay. (2015). Mangle boards of Northern Europe. Suomi, Danmark, Ísland, Nederland, Sverige, Norge, Deutschland. East Stroudsburg: Streamline press.

 

 


1) Raymond, Jay, 2015.
2) Lilja Árnadóttir, 2004. 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica