Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember


Gripur mánaðarins
  • Kuml
  • Kuml
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Kuml á sýningu Þjóðminjasafnsins

Ágúst 2016

7.8.2016

Valdar voru þrjár grafir, af þeim sem rannsakaðar hafa verið, til sýningar. Þetta eru kuml karlmanns, konu og ungabarns. Konan og barnið lágu í kumlateigi við Hafurbjarnarstaði á Reykjanesi en karlmaðurinn í kumlateigi við Sílastaði í Hörgársveit á Norðurlandi. Svo vill til að öll þessi kuml voru rannsökuð af Kristjáni Eldjárn sama ár og hann tók við stöðu þjóðminjavarðar, 1947.

Beinagrindur konunnar og barnsins eru afar vel varðveittar og kann það að skýrast af því að kumlateigurinn við Hafurbjarnarstaði var í foksandi úr fjörunni. Áætlað er að í teignum hafi verið níu grafir miðað við lýsingar á kumlum sem blésu upp á 19. öld ásamt þeim sem Kristján Eldjárn rannsakaði og voru óhreyfð. Aftur á móti eru aðeins hlutar hauskúpu, hálsliða, handleggs og lærleggs beingrindar karlmannsins varðveittir. Kristján segir í lýsingu á rannsókn sinni að Sílastöðum að varðveisluskilyrði beina þar séu dyntótt, „svo að horfin voru algjörlega sum bein, þótt önnur úr sömu beinagrind væru sæmilega varðveitt.“ (2000: 178). Í kumlateignum að Sílastöðum fundust alls fjórar grafir.

 

Haugfé var í gröfum hinna fullorðnu en ekkert muna fylgdi ungabarninu yfir í handanheiminn. Skv. athugun Jóns Steffensen, læknis og prófessors í líffærafræði og lífeðlisfræði, var barnið um 8 mánaða gamalt þegar það lést. Jón kyngreindi beinin úr kumlateigunum báðum og áætlaði lífaldur þegar það var unnt. Hann taldi að konan hefði borið beinin um fertugt en að karlmaðurinn hafi verið ungur en fullvaxta þegar hann dó.

Framsetning kumlanna í sýningunni líkir eftir legu beina og muna á vettvangi. Öll þrjú; konan, karlinn og barnið, höfðu verið lögð til hvílu liggjandi á hægri hlið með mjaðma- og hnjáliði beygða. Barnið og konan lágu með höfuð í gagnstæða átt, eins og ráða má af legu þeirra í sýningunni. Haugfé karlsins og konunnar er komið fyrir í sama samhengi við beinin og í ljós kom við rannsókn á vettvangi.

Eitt af því sem einkennir heiðnar grafir er að verðmæti voru lögð með hinum látnu og þá væntanlega hugsuð að myndu nýtast til farar og/eða dvalar í þeirri tilvist sem talin var taka við. Í samantekt Adolfs Friðrikssonar; Haugar og heiðni í sýningarritinu Hlutavelta tímans – menningararfur á Þjóðminjasafni (2004: 58-59), kemur fram að algengasta haugfé í íslenskum kumlum sé hestur, enda hafi hestar verið lagðir niður með bæði konum og körlum, en haugfé karla og kvenna sé að öðru leyti talsvert ólíkt.

Í gröfinni sem er á sýningunni fylgdi hestur karlmanninum og var hann heygður til fóta manninum. Hesturinn lá í keng á hægri hlið og hefur lend hans snúið að manninum. Með hestbeinunum fundust naglar úr söðli, gjarðarhringja og járnmél úr beisli. Haugfé mannsins var annars þetta: sverð í slíðri, öxi, skjaldarbóla og hefur skjöldurinn legið yfir höfði mannsins, spjót, hnífur og í pyngju mannsins hafa legið saman tvö met úr blýi, tveir jaspismolar og hálfglær steinn. Haugfé konunnar var þetta: hringprjónn, þríblaðanæla, hnífur, kambur, tveir steinar; annar dökkgrár og egglaga og hinn hvítur með dökkum dílum, þrjár stórar kúskeljar og loks nokkrir járnmolar en ekki hefur verið ráðið til hvers þeir voru eða hverju þeir tilheyrðu.

Í upphafi þessa pistils nefndi ég að kumlin kveikja mikinn áhuga hjá gestum grunnsýningarinnar. Af hverju skyldi svo vera? Líklega er það návígið við raunverulega manneskju úr horfinni tíð sem heillar. Þarna liggja jarðneskar leifar hennar og ýmislegt sem henni tilheyrði í lifanda lífi. Margt er horfið; lífrænt efni allt, klæði og munir úr leðri og viði eru oftast fullrotnir þegar uppgröftur fer fram þó stundum megi sjá menjar eða merki um slíka hluti. En það sem hefur enst fram á okkar daga er forvitnilegur og spennandi vitnisburður um samfélag og siði löngu gengins tíma.

Jóhanna Bergmann

Heimildir:

Adolf Friðriksson. (2004). Haugar og heiðni. Í Árni Björnsson og Hrefna Róbertsdóttir (ritsj.) Hlutavelta tímans – menningararfur á Þjóðminjsafni (bls. 57-63). Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands.

Kristján Eldjárn. (2000). Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Íslandi. 2. útgáfa, ritstj. Adolf Friðriksson. (Bls. 94-98 og 177-184). Reykjavík, Mál og menning.

Þór Magnússon. (1991). Jón Steffensen (minningargrein). Morgunblaðið. Sótt af: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/71559/

 


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica