Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • 12-Desember-Ljosberi-11004A
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Ljósberi

DESEMBER 2019

1.12.2019

Þjms. 11004

Nú í svartasta skemmdeginu hér á norðurslóðum er ljósið og birtan okkur dýrmætari en flest önnur veraldleg gæði og því tilhlýðilegt að velja ljósbera sem grip desembermánaðar.

Þetta er gripur frá 18. öld sem kom til Þjóðminjasafnsins („Folkemuseet“)1 í Kaupmannahöfn trúlega einhvern tímann á 19. öldinni en var síðan afhentur Þjóðminjasafni Íslands árið 1930. Samkvæmt vísitasíu prófasta bæði frá 1824 og 1829 mun gripurinn hafa tilheyrt Torfastaðakirkju í Biskupstungum.2

Ljósberinn er ferstrendur, gerður úr furu, með toppi upp af hliðunum, 32 sm á hæð og 14-15 sm í þvermál. Á hliðunum eru tvær rúður en bláar kringlur málaðar á hinar tvær hliðarnar. Þar hafa að líkindum einnig verið rúður ef marka má lýsingu á ljósberanum í fyrrnefndum vísitasíum. Ljósberinn er skrautmálaður með ýmsum litum, mest grábláum, grænum, dökkrauðum og gulum. Toppurinn er skreyttur loftgötum, ýmist krosslaga eða með einföldum táknum sem ljósið hefur lýst í gegnum. Á botni ljósberans er lítil eirplata fyrir kerti að standa á. Erlendis var meira lagt í gerð kirkjulukta sem voru yfirleitt úr látúni eða eir. 3

Ljósberar eða kirkjuluktir sem þessi gegndu veigamiklu hlutverki í svartasta skammdeginu á Íslandi á fyrri tíð og voru notaðir til að bera ljósið frá bæ til kirkju þegar messa skyldi því ekki var annarri lýsingu til að dreifa. Kirkjukertin frá þessum tíma voru yfirleitt gerð úr býflugnavaxi en síðar notaðist fólk við tólgarkerti. Kerti voru þekkt á Norðurlöndum allt frá víkingaöld4 en líklegt er talið að þau hafi borist hingað til lands á vegum kirkjunnar. Voru kertin einu kirkjuljósin allt þar til olíulampar komu til sögunnar.

Oft er sagt að nútímafólk þekki ekki myrkrið og vissulega myndi fólki bregða við í dag ef það þyrfti skyndilega að búa við þau ljósfæri sem einungis þekktust fyrr á öldum. Hvert lítið kertaljós var afar dýrmætt og skapaði heim hlýju, andaktar, friðar og lotningar, nokkuð sem nútímamaðurinn gleymir stundum í hinni miklu rafmögnuðu ljósadýrð sem nú tíðkast.

Með ósk um að við berum ljósið á milli okkar um þessi jól og ætíð. - Gleðilega jólahátíð!

Gróa Finnsdóttir

 


1) Sarpur.is: Þjms. 11004
2) Friðaðar kirkjur í Árnesprófastsdæmi. (2002). Kirkjur Íslands 3, bls. 161. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands, Húsafriðunarnefnd ríkisins, Biskupsstofa.
3) Ljósið kemur langt og mjótt. Sýning í Bogasal Þjóðminjasafns Íslands 1979. Sýningarskrá. Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands., bls. 6.
4) Ljósið kemur langt og mjótt, bls. 3.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • COVID-19
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica