Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • Nálarprilla
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Nálaprilla

ÁGÚST 2019

27.8.2019

Þjms. 1590
Þjms. 1589

Ágústgripurinn er svokölluð nálaprilla - eða nálhús - úr rauðu flaueli með silfurbaldýruðum rósum. Prillan er sniðin sem eins konar vasi eða smátaska með loki sem hneppt er yfir fimm fjöðurstafi sem saumaðir eru inn í fóðrið. Hún er 7,5 x 6 cm að stærð og er frá fyrri hluta 19. aldar. Í henni voru geymdar saumnálar og annað slíkt. Útsaumurinn sem prýðir gripinn er gerður með silfurlituðu málmgarni og sömuleiðis kantarnir, hnappurinn og hneppslan sem lokar nálhúsinu. Hann var yfirleitt kallaður gull- eða silfursaumur, á frönsku or guipuré, á dönsku sprængning. Hérlendis hefur þessi saumur hins vegar verið nefndur baldýring og segir Elsa E. Guðjónsson, textilfræðingur, orðið hafa komið fyrir í vísitasíu 1659 og þá verið notað um útsaum almennt.1 Á 18. öld er hins vegar farið að nota það að því er virðist eingöngu um þessa útsaumsgerð. Algengast var þó að baldýra með málmgarni eins því sem hér sést á treyjur og kraga á hátíðabúningum kvenna, en einnig á upphluti og skírnarhúfur barna og á altarisklæði. Langoftast var grunnurinn hafður úr flaueli sem gefur útsaumnum ákveðna dýpt.

NálapúðiÍ Þjóðminjasafninu er einnig til prjónakoddi – nálapúði – sem samsvarar nálaprillunni hvað efni og útsaumsgerð varðar og hafa þessir gripir vafalítið komið saman til safnsins. Prjónakoddinn er 5,5 x 8 cm að stærð og er gerður að öllu leyti úr samskonar efni og nálhúsið. Kanturinn er þó ekki saumaður heldur er hann heklaður með sama örfína málmþræðinum og í baldýringunni. Hugsanlega gæti hann verið seinni tíma verk eigandans.

Ómögulegt er að segja til um hver eigandi þessara fallegu hannyrðagripa hefur verið en freistandi er að geta sér þess til að þeir séu úr eigu einhverrar þekktrar hannyrðakonu frá fyrri hluta 19. aldar. Eigandinn hefur alla vega látið sér annt um þá umgjörð og verkfæri sem nauðsynleg voru hverri hannyrðakonu til að skapa fagurt handverk. 

Gróa Finnsdóttir


1) Elsa E. Guðjónsson. (1985). Íslenskur útsaumur. Reykjavík : Veröld.


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • COVID-19
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica