Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember


Gripur mánaðarins
  • Kvenhempa frá fyrri hluta 19. aldar
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Reiðfatnaður frá fyrri hluta 19. aldar

OKTÓBER 2019

2.10.2019

Þjms 830, 652, 2848

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins grípur augað reiðfatnaður frá fyrri hluta 19. aldar. Um er að ræða reiðkápu (Þjms 830), reiðhött (Þjms 652) og samfellu (Þjms 2848), pils með áfastri svuntu. Fötin voru í eigu Guðrúnar Arngrímsdóttur (d. 1858), eiginkonu séra Halldórs Magnússonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

ReiðhötturKápan er skósíð úr svörtu vaðmáli með rósamunstruðu flosi að framan. Við handveg og framan á ermum er flauel. Samfellan er einnig úr svörtu vaðmáli, þéttu og áferðarfallegu. Að neðan eru grænir kniplingar og græn brydding. Reiðhötturinn vekur sérstaka athygli. Hann er úr svörtu klæði með háum, stinnum kolli og höttkápu niður af. Höttkápunni er krækt saman að framan og hlífði vel við rigningu. Silkiband er fest að innanverðu sem notað var til að binda höttinn á höfuðið. Reiðhattar með þessu einkennandi lagi tíðkuðust frá því um 1720 fram yfir aldamót 1800. Undir höttinn komst trafafaldur sem heldri konur skautuðu.

Um aldamótin 1900 tók Daninn Daniel Bruun myndir af konu í búningi af því tagi sem hér hefur verið lýst. Hver veit nema að um sömu flíkur sé að ræða. Á tveimur myndum situr hún á eða teymir hest sem á hefur verið lagður hellusöðull og söðulábreiða. Heimildir bera þess vitni að hvorki reiðfatnaður né söðlar af þessu tagi voru notuð á þeim tíma. Myndir Bruun hafa því verið sviðsettar til þess að festa á filmu íslenskan menningararf fremur en að skrásetja samtímann.Reiðfatnaður og söðull

Það þótti miklu varða að eiga falleg reiðföt og sitja vel í söðli. Hulda Stefánsdóttir (1897-1989) ritaði að óskadraumur flestra unglinga væri að eignast reiðtygi og falleg reiðföt. Jafnframt var það vinnukonum mikið keppikefli að eignast reiðtygi og falleg reiðföt.

Þegar líða tók á 19. öldina tók reiðfatatískan breytingum frá því sem áður var. Konur klæddust nærskornum treyjum, síðu reiðpilsi og reiðhúfu eða reiðhatti. Eldri konur voru flestar í reiðfötum úr brúneli, þykkum, svörtum, gljáandi dúk. Yngri konur og heimasætur notuðu oft mislit og þynnri efni í reiðfötin. Um hálsinn höfðu þær fallegan silkiklút. Upp úr aldamótum 1900 komust reiðsjöl í tísku, breiðir langtreflar prjónaðir með garðaprjóni og með kögri á endum. Reiðhattarnir voru misjafnir að gerð, ýmist strá- eða flókahattar í mismunandi litum með stærri börðum og lægri kolli en áður. Karlar og konur klæddust prjónuðum reiðsokkum sem notaðir voru utan yfir skó.

Reiðfatnaður og söðull 2Karlmenn áttu einnig sérstök reiðföt. Á 18. og 19. öld voru þau gjarnan síðar kápur úr þykku vaðmáli með klauf að aftan, hnepptu bandi um mittið og stóru slagi sem náði niður fyrir mjaðmir ásamt síðum reiðbuxum. Í langferðum voru menn í skinnsokkum sem náðu upp að hné. Í upphafi 20. aldar tóku reiðföt karla einnig breytingum. Þeir klæddust efnismiklum og síðum reiðjökkum, reiðbuxum sem voru hólkvíðar um læri en þröngar um kálfa svo reiðstígvél féllu vel að þeim.

Eva Kristín Dal

 

 

 

 

 

Heimildir:

Þórður Tómasson. 2002. Reiðtygi á Íslandi um aldaraðir. Mál og mynd.

Hulda Stefánsdóttir. 1983. „Gaman er að skreppa á bak“. Birtist í Hugur og hönd. Rit heimilisiðnaðarfélags Íslands.

http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=319238

http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=317308

http://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=316155


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
      • Sjónarhorn
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Samferða um söfnin
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Staðsetning
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Skólaheimsóknir
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
      • Víkingaþrautin
        • Þrautirnar
    • Salarleiga
      • Fundarherbergi Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Ráðstefnu- og tónleikasalur Safnahúsinu við Hverfisgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
      • COVID-19
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
        • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
      • Skýrslur
        • Fornleifarannsóknir
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Family Room
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
      • COVID-19
    • Upcoming events and exhibitions
    • Web store
    • IS
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
Safnahúsið Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík
Sími: 530 2210
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17

  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica