Þjóðminjasafn Íslands

Valmynd


Þú ert hér Forsíða - Sýningar & viðburðir - Aðrar sýningar - Gripur mánaðarins

Gripur mánaðarins

  • 2021

    september, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2020

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2019

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2018

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2017

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar

  • 2016

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, febrúar, janúar

  • 2015

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, janúar

  • 2014

    desember, nóvember, október, september, ágúst, júlí, júní, maí, apríl, mars, febrúar, janúar


Gripur mánaðarins
  • CITROEN-snjobill-1927_1601482179755
  • Næsta færsla
  • Fyrri færsla

Citroën snjóbíll

OKTÓBER 2020

1.10.2020

Þjms. 2015-76

Gripur mánaðarins í október 2020 er snjóbíll af gerðinni Citroën-Kegresse, árgerð 1927-1930. Bíllinn var smíðaður í Frakklandi, en yfirbyggingin er íslensk.

Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður skráði sögu bílsins í skrár safnsins, en frásögn hans fylgir hér á eftir:

„Rússneskur hugvitsmaður hóf árið 1906 að gera tilraunir með faratæki, sem gætu farið í snjó jafnt sem á vegi, og lauk hann tilraun sinni árið 1916. Hann flýði til Frakklands í rússnesku byltingunni og varð uppfinning hans síðan til þess að smíðaðir voru „skriðdrekar” á beltum. Árið 1921 var snjóbíllinn smíðaður eftir þeirri uppfinningu og var hann reyndur í snjó og einnig á sandflákum Sahara-eyðimerkurinnar.
     Bílarnir voru á beltum að aftan, en framhjólin gengu gegnum skíði, og sleði var undir bílnum að framan. Á bílum sem notaðir voru á sandauðnum var stór rúlla fremst í stað skíða.
     Jónas Jónsson frá Hriflu frétti af þessari uppfinningu og lagði til í grein árið 1926 að fá hingað slíka bíla til að nota að vetrarlagi á fjallvegum „meðan járnbrautarmálið liggur í þagnargildi.” Jónas flutti síðan tillögu á alþingi árið 1927 um að kaupa slíka bifreið til reynslu.
     Í árslok voru keyptar þrjár til viðbótar, ein af þeim flutningabíll. Voru snjóbílarnir notaðir til fólksflutninga yfir Hellisheiði, Holtavörðuheiði og á Fagradal. Tóku fólksbílarnir 9 farþega en flutningabíllinn 1,5 smálestir af vörum og var hann einkum notaður til mjólkurflutninga yfir Hellisheiði. Bílarnir komu húslausir, kostuðu þannig um 17 þúsund krónur en yfirbyggðir um 20 þúsund. Citroën vélarnar reyndust ekki nógu sterkar og því voru brátt settar í þá Ford-vélar og gírkassi.
     Vegagerð ríkisins notaði bílana fram undir 1950, en síðan voru þeir seldir. Þessi bíll mun vera sá, sem lengst var á Holtavörðuheiði, hafði þá skráningarnúmerið M-69. Hann var síðast norður í Köldukinn í Þingeyjarsýslu en Þjóðminjasafnið fékk bílinn árið 1979.”

Bílinn má í dag berja augum á Samgöngusafninu á Skógum, en þar eru til sýnis bílar frá upphafi bílaaldar á Íslandi.

Samantekt: Helga Vollertsen

Heimildir:

https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1572418
Dagbók og minnisblöð Þórs Magnússonar fyrrverandi þjóðminjavarðar


Aðalvalmynd

  • Sýningar & viðburðir
    • Grunnsýningar
      • Þjóð verður til
        • Tímabil
    • Sérsýningar
      • Eldri sýningar
      • Sýningar í gangi
      • Sýningar framundan
    • Aðrar sýningar
      • Gripur mánaðarins
      • Hús Þjóðminjasafns
      • Ljósmynd mánaðarins
      • Vefsýningar
        • Minningarsjóður Ásu G Wright
    • Viðburðir
      • Fyrirlestrar
      • Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns
      • Viðburðir framundan
      • Sumardagskrá 2022
  • Þjónusta
    • Fyrir gesti
      • Aðgengi
      • Leiðsögn fyrir hópa
      • Fjölskyldan
      • Opnunartími og verð
      • Verslun og veitingar
    • Fræðsla
      • Skólar
        • Leikskólar
        • Grunnskólar
        • Gullkista safnfræðslunnar
        • Framhaldsskólar
        • Háskólar
        • Á eigin vegum
        • Fræðslupakkar fyrir grunnskóla
        • Fræðsluefni
        • Fræðslupakkar
      • Stafrænt fræðsluefni
        • Börn á safninu
        • Gamalt og gott
        • Fyrirlestrar
        • Safnið í sófann
    • Salarleiga
      • Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafninu við Suðurgötu
      • Leiga á Myndasal fyrir móttökur
    • Önnur þjónusta
      • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
      • Beiðni um lán á safnkosti
      • Bóka- og heimildasafn
      • Eftirtökur af ljósmyndum hjá Ljósmyndasafni Íslands
      • Viltu afhenda safninu muni eða myndir?
  • Stofnunin
    • Um safnið
      • Fréttir
      • Hlutverk og stefnur
      • Lög og reglugerðir
      • Saga safnsins
      • Skipurit
      • Minjar og Saga
    • Starfsemi
      • Fjármál og þjónusta
        • Bóka- og heimildasafn
        • Skjalasafn
      • Húsasafn
      • Ljósmyndasafn Íslands
        • Gjaldskrá
        • Myndasöfn
        • Rannsóknir
        • Skráning
        • Varðveisla mynda
        • Þekkir þú myndina
      • Munasafn
        • Beiðni um aðgang að gripum til skoðunar
        • Skil á gripum úr fornleifarannsókn
        • Beiðni um sýnatöku á safnkosti
        • Beiðni um lán á grip til sýninga
        • Forvarsla
      • Þjóðháttasafn
      • Rannsóknarstöður
      • Starfsfólk
      • Laus störf
    • Útgáfa
      • Bækur og rit
      • Handbækur
      • Skýrslur
  • Vefverslun
  • En
    • Museum information
      • Visit
        • Opening hours and prices
        • Café and shops
        • Location
        • Guided Tour
        • Family Room
        • COVID-19
      • Exhibitions
        • Permanent Exhibitions
        • Temporary Exhibitions
        • Previous Exhibitions
      • About the Museum
        • Historic Buildings
        • Photographs and Prints
        • History and Role
      • Applications
        • Application for access to Museum objects for examination
        • Application for sampling
    • Upcoming events
    • Web store
    • IS
    • Audio Guide
  • Leita

Leita á vefnum


Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Þjóðminjasafn Íslands Suðurgötu 41, 102 Reykjavík
Sími: 530-2200
thjodminjasafn@thjodminjasafn.is
Opið alla daga frá kl. 10-17
Persónuvernd hjá Þjóðminjasafni Íslands
  • Instagram
  • Facebook
Opnunartími og verð

Þetta vefsvæði byggir á Eplica