Leiðsögn: Úrklippubækur Pike Wards 12.1.2020 14:00 - 14:45 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Sunnudaginn 12. janúar kl. 14 leiðir Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri Ljósmyndasafns Íslands gesti um sýninguna: Með Ísland í farteskinu. Ljósmyndir, úrklippur og munir úr fórum Pike Ward. 

 

Hertta Kiiski 16.1.2020 12:00 - 13:00 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Hertta Kiiski er finnskur myndlistarmaður, sem vinnur með ljósmyndir, hreyfimyndir, hluti, rými, auk þess að vinna gjarnan með dýrum og dætrum sínum. Verk hennar snerta á ást, samkennd og sambandinu á milli mannfólksins og náttúrunnar. Hún er með MFA gráðu frá Finnish Academy of Fine Arts (2015) og BA gráðu frá Turku Arts Academy (2012).

Verk hennar hafa verið sýnd í galleríum og söfnum í Finnlandi og á alþjóðlegum vettvangi – ásamt yfirlitssýningu yfir feril hennar í Finnish Museum of Photography árið 2019. Hún er þátttakandi í Ljósmyndahátíð Íslands með sýningunni Þöglu vori í Hafnarborg. Önnur bók hennar, I Was an Apple and I Got Peeled – but It Was a Good Thing, var gefin út árið 2016 af þýska bókaútgefandanum Kehrer Verlag. Hún er einnig formaður stjórnar listamannarekna rýmisins Titanik í Turku í Finnlandi.

 

Sýningaopnun: Í ljósmálinu og Horft til norðurs 18.1.2020 14:00 - 16:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Laugardaginn 18. janúar verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Þjóðminjasafni Íslands. Í ljósmálinu, ljósmyndir eftir Gunnar Pétursson og Horft til norðurs, ljósmyndir Jessicu Auer. Sýningarnar eru framlag safnsins á Ljósmyndahátíð Íslands 2020. Verið öll velkomin. Nánar um sýningarnar hér.

 

Leiðsögn um útskurð 19.1.2020 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 19. janúar kl. 14 leiðir Helga Vollertsen, sérfræðingur í Munasafni gesti um grunnsýningu safnsins.

 

Leirsmiðja fyrir börn 19.1.2020 14:00 - 16:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Leirum okkar eigið landslag og mótum íslensk fjöll. Á sýningunni Sjónarhorn má sjá röð 10 málverka frá 100 ára tímabili sem sýna fjöllin sem umkringja Reykjavík. Allt frá Akrafjalli, Skarðsheiði, Esju og að Skálafelli. Í leirsmiðjunni ætlum við að fá innblástur frá verkunum ásamt því að horfa út um þakgluggann á efstu hæð Safnahússins og virða fjöllin fyrir okkur áður en við hefjumst handa við að móta landslagið úr leir.

 

Ljósmyndabækur / Photobooks 19.1.2020 14:00 - 16:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Ljósmyndarar, útgefendur, ljósmyndatímarit, safnarar og fleiri kynna ljósmyndabækur og bókverk í Safnahúsinu við Hverfisgötu milli kl. 14 og 16.