Stofustemmning. Hvað leynist í Baðstofukassanum? 19.6.2020 11:00 - 12:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Stofa er nýtt könnunar- og leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur í Þjóðminjasafninu. Ykkur er boðið í heimsókn að athuga spennandi hluti sem má prófa og föt sem má máta, uppgötva eitthvað nýtt um lífið í gamla daga, hlusta á sögu, spjalla saman, búa eitthvað til í lista- eða handverkssmiðju, leika og skoða merkilega hluti á sýningum. Safnkennarar taka vel á móti ykkur.

 

Ímyndun eða veruleiki? Þjóðsögur, kynjaskepnur og goðsögur. 23.6.2020 11:00 - 12:00 Safnahúsið við Hverfisgötu

Á sýningunni Sjónarhornum í Safnahúsinu er saman kominn ótrúlegur fjársjóður merkilegra teikninga, listaverka, náttúrugripa, handrita, forngripa, ljósmynda og korta frá sex aðal söfnunum í höfuðborginni. Saman þræðum við hluta sýningarinnar og kynnumst sögunum á bak við það sem fyrir augu ber. Safnkennarar taka vel á móti ykkur. 

 

Fjölskyldustund: Morgunstund gefur gull í mund 24.6.2020 11:00 - 12:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Safnkennarar leiða rólega og ítarlega skoðun á ólíkum tímahólfum í grunnsýningu Þjóðminjasafnsins. Hvað leynist á sýningunni sem fá börn vita af? Skyldi verða sögð saga? Má máta búninga? Komið í heimsókn og látið koma ykkur skemmtilega á óvart. Morgunstund er í boði alla miðvikudaga í sumar kl. 11.

 

Hvað leynist í Matarkassanum? 26.6.2020 11:00 - 12:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Matarsaga Íslands er mjög forvitnileg og hægt er að finna marga hluti á grunnsýningunni Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár.
Við ætlum að skoða nokkra valda hluti á grunnsýningunni sem tengjast matarháttum og skoða Matarkassa Þjóðminjasafnsins upp í Stofu. Safnkennara taka vel á móti ykkur.

 

Leiðsögn: Þjóð verður til - Menning og samfélag í 1200 ár 28.6.2020 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Þjóðminjasafn Íslands býður gestum í leiðsögn á íslensku um sýninguna Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár alla sunnudaga kl. 14 í sumar. Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er leitast við að draga upp skýra og heildstæða mynd af menningarsögu Íslendinga. Ýmsum aðferðum í sýningargerð er beitt til að miðla gestum fjölbreyttum menningararfi þjóðarinnar. Sögunni er skipt nokkuð jafnt í sjö tímabil, varpað er ljósi á ólík tímaskeið í sögu lands og þjóðar; jafnt framfarir sem erfiða tíma.