Listamannaspjall með Spessa og Jóni Proppé 4.9.2021 14:00 Myndasalur - Þjóðminjasafnið Suðurgötu

Yfirlitssýning á verkum samtímaljósmyndarans Spessa hefur verið framlengd til 12. september. Laugardaginn 4. september kl. 14 taka vinirnir Spessi og Jón Proppé listheimspekingur á móti gestum í Myndasal Þjóðminjasafnsins, ganga um sýninguna og spjalla um verkin og feril Spessa. Af þessu tilefni býður Þjóðminjasafnið gestum viðburðarins upp á léttar veitingar um leið og Spessa er þakkað gjöfult samstarf.

 

Barnaleiðsögn: Skemmtiganga með tón, lykt og lit í Þjóðminjasafninu 5.9.2021 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hvernig líður tíminn á Þjóðminjasafni? Hvaða tón er þar að finna? Og hvaða lykt? Hvernig er að skoða umhverfið í gegnum litað spjald? Í Þessari skemmtigöngu verður notast við ferðatösku með ýmsum munum sem virkja skilningarvitin á leiðinni í gegnum safnið. Forvitnir krakkar og fjölskyldur þeirra velkomin. 

 

Leiðsögn: Fatnaður og tíska fyrri alda 19.9.2021 14:00 - 14:45 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 19. september kl. 14:00 verður leiðsögn um tísku og fatnað í Þjóðminjasafni Íslands. Helga Vollertsen, sérfræðingur í munasafni, leiðir gesti gegnum sýninguna Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár og verður staldrað við gripi sem gefa innsýn í klæðaburð fólks fyrr á öldum.

 

Stagbætt, spengt og stoppað í göt 21.9.2021 12:00 - 12:45 Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands

Þriðjudaginn 21. september kl. 12 fjallar Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari Þjóðminjasafnsins um gripi úr eigu safnins sem auðsjáanlega eru bættir og viðgerðir. Fyrirlestrinum verður einnig streymt á YouTube.