Menningarnótt

Menningarnótt 2019

21.5.2019

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Dagskrá í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu

14:00   Listakonur veita leiðsögn um ljósmyndasýningar sínar

Í Myndasal og á Vegg Þjóðminjasafns Íslands standa yfir tvær grípandi ljósmyndasýningar eftir listakonurnar Agnieszka Sosnowska og Yrsu Roca Fannberg. Þær veita leiðsögn um sýningar sínar kl. 14. Yrsa byrjar og svo tekur Agnieszka við. Leiðsögn Yrsu fer fram á íslensku og Agnieszku á ensku.

 14:30 - 16:30  Tálgað í gegnum söguna

Viltu læra að tálga og lesa í tré? Ólafur Oddsson tálgumeistari kennir öruggu hnífsbrögðin við tálgun og kemur þér af stað með skemmtileg tálgunarverkefni. Tálgukennslan fer fram í trjálundi við Þjóðminjasafnið og hefst kl.14:30.

14:30 - 16:30   Örleiðsögn um útskurð og tálgun

Í tengslum við tálgunámskeið fyrir börn á menningarnótt býður Þjóðminjasafnið börnum og fjölskyldum örleiðsögn um tálgaða og útskorna gripi á sýningum safnsins. Örleiðsagnirnar eru á tímabilinu 14:30 til 16:30 og eru endurteknar um það bil þrisvar á klukkutíma, eða á 15 – 20 mín. fresti yfir þessar tvær klukkustundir. Verið öll velkomin að kíkja við og fylgja næstu leiðsögn.

Allan daginn

Fuglaratleikur

Ratleikur á Þjóðminjasafni Íslands og Safnahúsinu við Hverfisgötu með viðkomu við Tjörnina. Í þessum leik eru skoðaðir fuglar inni og úti; uppstoppaðir fuglar, fuglabeinagrind, lifandi fuglar og útskornir fuglar. Ratleikinn má nálgast í móttöku Safnahússins við Hverfisgötu og Þjóðminjasafnsins á Suðurgötu. Ratleikinn þarf ekki að leysa í neinni ákveðinni röð.

Stofa

Stofa er fyrir fjölskyldur, skólahópa og alla forvitna gesti. Hún breytist eftir þörfum úr setustofu í rannsóknarstofu eða kennslustofu.

Sýningar:

Þjóð verður til. Menning og samfélag í 1200 ár

Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur

Kirkjur Íslands: Leitin að klaustrunum

Goðsögn um konu

Lífið fyrir umbreytinguna