Dagskrá

Hurðaskellir

Kemur í Þjóðminjasafnið 18. desember kl. 11

  • 18.12.2022, 11:00 - 11:30, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hurðaskellir kemur í bæinn þann 18. desember. Hann gekk alltaf skelfing harkalega um og skellti hurðum svo fólk hafði varla svefnfrið. Hann á það enn til að skella hurðum og gerir það alltaf þegar hann heimsækir Þjóðminjasafnið. Hurðaskellir verður einnig í beinu streymi á YouTube-rás safnsins. 

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Sjöundi var Hurðaskellir,
sá var nokkuð klúr,
ef fólkið vildi í rökkrinu
fá sér væran dúr.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó harkalega marraði hjörunum í.


Senda grein