Dagskrá

Íslensku jólasveinarnir heimsækja safnið

  • 12.12.2022 - 24.12.2022, 11:00 - 11:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Íslensku jólasveinarnir mæta á Þjóðminjasafnið við Suðurgötu í Reykjavík frá og með 12. desember og fram á aðfangadag, kl. 11:00 alla dagana. Þeir koma einn af öðrum  og eru auðvitað klæddir þjóðlegu fötunum sínum.

Jólasveinarnir verða líka í streymi á YouTube–rás safnsins. Aðgöngumiði á safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.500 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði Þjóðminjasafnsins. Jólasveinarnir verða líka í streymi á YouTube rás safnsins.

12. desember kl. 11: Stekkjastaur 

13. desember kl. 11: Giljagaur  

14. desember kl. 11: Stúfur

15. desember kl. 11: Þvörusleikir 

16. desember kl. 11: Pottaskefill 

17. desember kl. 11: Askasleikir 

18. desember kl. 11: Hurðaskellir

19. desember kl. 11: Skyrgámur 

20. desember kl. 11: Bjúgnakrækir 

21. desember kl. 11: Gluggagægir 

22. desember kl. 11: Gáttaþefur 

23. desember kl. 11: Ketkrókur 

24. desember kl. 11: Kertasníkir 

Nánari upplýsingar í síma 530-2200 eða í gegnum netfangið thjodminjasafn@thjodminjasafn.is

Senda grein